Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 92
90
reyna að skiljaþetta, að háskólakennurum erstundum sagt
upp stöðu og þeir fiæmdir frá starfi sinu, fyrir það að
hallast að kenningum jafnaðarmanna. í fyrra kom slíkt
•dæmi fyrir við einn helzta háskólann i Bandaríkjun-
um. Fyrir 8—10 árum var félagsfræðiskennari knúður
með ofbeldi frá starfi sínu í enskum háskólabæ af sömu
ástæðu. Og þau dæmin eru ekki einstök. Ekki er slíkri
•hörku núorðið beitt við náttúrufræðinga, þótt þeir fari
Bínar götur í rannsóknunum. Finst ekki Þ. Þ. að slikt
ofbeldi sé ekki allskostar »heppilegur grundvöllur« til
að byggja á vísindalegar rannsóknir?
Dálitla hugmynd urn hinar óhlutdrœgu auðfræðis
skoðanir við Hafnar-háskóla má fá með því að kynna
sér umrædda grein Þ. Þ. og ritgerð Jóns Dúasonar um
»félagshyggjuna«, sem birst hefir hér í ritinu. Þar
kennir ekki æsinganna, né hleypidómanna. Þar er að
eins liin hreina og göfuga sannleiksást.
fPl En til að gera það enn ljósara, hversvegna leik-
menn beygja sig ekki, nú orðið, fyrir hverjum »golu-
þyt« sem berst úr heimi sérfræðinganna, til útskýring-
ar mannfélagsmálum, vil eg nefna nokkur dæmi, sem
sýna, hve erfitt þessum mönnum veitist stundum að
gæta hlutleysis i verki þegar þeir koma nærri »hjalli
útvegsmannsins«. Læknir i Reykjavík, nafnkendur gáfu
og sæmdarmaður, og einkarvel látinn, hefir í minni á-
heyrn látið sér þau orð um munn fara, að vökurnar á
togurunum gerðu hásetunum ekkert til. Menn gœtu vanist
við alt. Nú veit hver einasti leikmaður, að svefnleysi
eins og það sem hér ræðir uin, er hrœðilega heilsu-
spillandi. Og í Bandaríkjunum er fenginn dómur fyrir
því, bygðu á rannsóknum beztu sérfræðinga, að 10
tímar sé lengsti »normal« vinnutími. Lengri samfeld
vinna hefi veiklandi áhrif, og því meir, sem meir er
út af brugðið. Auðvitað vissi ídenzki sérfræðingurinn
þetta. En ástæðan kom síðar í ljós. Hann hélt að tog-
araútvegur gœti ekki borgað sig, nema með þessu vinnu-