Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 95
93
allri æfinni, einkum ef tekið er tillit til afkaatanna
hingað til og eiginleika þeirra, sem koma í ljós í ísa-
foldargrein hans.
Hins vegar gefur þessi athugasemd Þ. Þ. nokkra hug-
mynd um það þroskastig, sem hann stendur á. — Er-
lendir fræðimenn, sem koma til Reykjavíkur, verða
ekki ósjaldan varir við einkennilegan þekkingarhroka
i sumum þeim höfuðstaðarbúum, sem þykjast vera mestir
fræðimenn. I munni þeirra er Hafnarháskóli einskon-
ar yfirvísindastofnun, og þeir sjálfir fullir aðdáunar yfir
sinum eigin afrekum. Venjulega kemur sýkin fram,
eins og í því tilfelli, sem hér er um að ræða, í bók-
lestrargorgeir. Ef talið berst að einhverju deiluefni,
segir íslenzki vísindamaðurinn: »Hafið þér lesið um
þetta bókina eftir------—?« Og ef aðkomumaðurinn
er svo heppinn, að hafa ekki lesið þann þýzka privat-
dósent, sem til var vitnað, þá bætir »landinn« við:
»Já, en þá getið þér ekkert um þetta sagt«. Að frá-
taldri kurteisinni í slíkri rökfœrslu, sem ekki vekur að-
dáun þeirra, sem óvanir eru svofeldum hugsunarhætti,
er þekkingargorgeirinn kæfandi fyrir frjálsa hugsun.
Sá sem alt af skoðar hlutina í ljósi »síðustu bókarinn-
ar« sem hann les um eitthvert efni, er ekki líklegur
til að leggja mikið af mörkum sjálfur. Og þetta tilgátu-
frumhlaup Þ. Þ. hefir tæplega önnur varanleg áhrif, en
að skipa honum á bekk með vissri tegund islenzkra
fræðimanna, sem smábæjarþröngsýnin reykvíkska og
Garðvistin danska, hafa sett sitt sérstaka »trade rnarlct á.
Eg hafði sagt, að nú þættust vinna að rannsókn
félagsmálanna mjög margir þeir menn, sem í raun og
veru leituðu ekki sannleikans, heldur reyndu að fela
hann, til að vernda hagsmuni vissra stétta og nefndi
þessa menn »vísindalega kolkrabba«. Af þessu verður
Þ. Þ. afarreiður. Til sín gat hann ekki tekið þessa
lýsingu þá, með því að hann hafði ekki gert neitt, ilt
eða gott, á þessum vettvangi. Hinsvegar væri gaman