Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Blaðsíða 6
144
tullnægði almenningaheill. Skulu nú nánar athuguð
þe8si tvö atriði: Gott slápulag, mikil útbreiðsla.
Fyrir fáum árura var svo ástatt, að samvinnufélög-
in hér á landi voru lítið meir en sundurlausar byrj-
anir. Menn byrjuðu víða. En ávextirnir urðu eins og
til var sáð. I þeim héruðum, þar sem almenningur
hafði andlegan áhuga, blómguðust félögin dável. Ein-
lægur vilji og mikil fórnfýsi bætti venjulegast úr ónógri
sérþekkingu. 'En þar sem fólkið var hugsunarlaust
nema um augnabliksgróðann, lenti öll framkvæmdin i
fálmi og basli. Stundum enduðu samtökin með hruni
og fjártapi.
Og hvergi var nema um byrjun að ræða, neðstu
tröppuna, smásöluna. Kaupfélögin öll, bæði þau heil-
brigðu og hin sjúku, urðu að skifta við stórkaupmenn,
bæði um innkaup á erlendri vöru og sölu á islenzkum
■varningi erlendis.
Svona liðu mörg ár. Menn sættu sig við þessa
byrjun. Menn skildu tæplega yfirleitt, hve skrefið var
stutt. Stórkaupmaðurinn var langt í burtu, en smá-
kaupmaðurinn nærri. Þess vegna gleymdist sá aðilinn,
sem fjar var. Eða svo reyndist það í framkvæmdinni.
Þetta var skipulagsins sök. Stefmina skorti í einu
nógu stórar hugsjónir og nógu milcla framkvœmd. Hið
siðara var afleiðing hins fyrra. Þar sem það er stað-
Teynd, að óþarfur stórkaupmanna- og umboðsmanna-
gróði, sem íslenzka þjóðin borgar nú árlega, nemur
miljónum króna, þá hefir skortur á hugsjónum og fyr-
irmyndum orðið okkur nokkuð dýr. Árangurinn minni
nú en vera ætti, af því að svo seint var hafist handa.
Byrjun annars skrefsins var stigin með stofnun
Sambandsins. Sú mikilvæga framkvæmd leiddi af sér
sameiginlegan erindrekstur erlendis. En þá fyrst var
skrefið fullkomnað, þegar erindrekinn flutti frá Kaup-
mannahöfn til Keykjavíkur, og sambandsfélögin mynd-
uðu heildsölu sína þar. Nú er svo komið, að íslenzkir