Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 7

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 7
145 samvinnumenn geta rekið verzlun sína sjálfstætt, farið fram hjá smákaupmanni og stórkaupmanni. Samt standa ekki að þessari byrjun nema fáir sveita- bændur í Norðlendingafjórðungi með ofurlítilli við- bót af Austurlandi. I öðrum landshlutum eru að visu mörg samvinnufélög. En þau eru dreifð og skifta við stórkaupmenn alveg eins og smákaupmennirnir. Olík- legt er, að þetta fyrirkomulag geti haldist til lengdar. Það er ofboð ólíklegt, að þeim mönnum, sem búnir eru í verki að taka smásöluverzlunina »heimc: úr höndum óþarfra milliliða, þyki viðunandi til lengdar, að halda áfram að efla stórsalana með þungum verzlunarskatti. Að líkindum verður þess ekki langt að bíða, að meginþorri landbænda utan Norðlendingafjórðungs gangi í sambandið. En þá er samt eftir að koma skipulagi á verzlun sjómanna og fólks í kauptúnunum. Má heita, að enn meiri nauðsyn sje til að laga verzlun sjávar- manna en landbænda, af því að hún er og hefir verið í enn meira ólagi. Fátækt sjómanna og daglauna- manna í þorpunum ber þess ljósastan vott. En margt af þ /í fólki, sem við ókjör þessi á að búa, skilur ekki nægilega vel verzlunarmálið. ReyGÍr þess vegua ekki að bjarga sér með samvinnu. Glögt dæmi i þessa átt er það, að stóra kaupfélagið, lands- verzlunin, er mest afflutt í kauptúnunum og við sjó- inn. Þó heflr hún fremur en nokkur annar jarðneskur máttur bjargað einmitt þessu fólki frá hungursneyð og hordauða á stríðsárunum. En blekkingar höfuðstaðar- dagblaðanna og »missagnirnar« yfir búðarborðið hafa vilt þessu fólki sýn á svo háskalegan hátt. Félögin i Sambandinu hafa borið hitann og þung- ann af baráttunni við kaupmannavaldið. Þau riðu á vaðið með félagsskapinn. Þau kostuðu útbreiðsluna, fyrirlestrana og Timaritið. Þau komu á fót námsskeið- inu fyrir samvinnumenn og heildsölunni í Reykjavík með 8krifstofunum í Khöfn og New York. Utan um

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.