Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 14

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 14
152 eiga erindi til íslendinga. Jeg skal leyfa mjer að bendæ> á tvær þær ástæðurnar, er jeg tel kelztar: 1. Að þær leiða okkur fyrir sjónir líf og baráttu þjóðanna frá öðru og æðra sjónarmiði en við eigum. annars að venjast, og glæða skilning okkar og áhuga á mannfélagsmálum, sem sízt er vanþörf. Hér verður okkur Ijóst, að striðið mikla er ekki augnabliksæði, og deilan um það, hverjura það sje að kenna, er heimskar sökin er hjá samfélaginu og á rót sina í skipulagi, sem er eldra en sagan sjálf fái rakið. Materialism og- militarism — efnishyggja og hernaðarhyggja, hvort- tveggja eðlileg og sjálfsögð fylgja skipulags, sem frá öndverðu hefir eðlisgróna tilhneigingu til skekkju í vexti, iíkt og tré, sem sakar ekki i fyrstu og ekki fyr en þroskinn er töluverður, en banvæn að lokum, er miklum þroska er náð. En þá er að álíta, hvort ekkí er unt að kippa í lag þessari skipulagsreglu, er þekk- ing á gallanum og áhrifum hans er fengin. 2. Hér er bent á þýðingu samvinnustefnunnar fyr- ir menningarlíf framtiðarinnar, bent á hana sem einu leiðina út úr ógöugum þess fjármálaskipulags, er nú. hefir loks leitt menningarþjóðir Norðurálfu út á víg- völlinu. Bent á hana sem eina trygga grundvöllinn,. sem traust og heilbrigt, varanlegt menningarsamfélagf verði reist á. Eg tel það þýðingarmikið fyrir sam- vinnustefnuna vor á meðal að lesa og skilja þann vitn- isburð og hvatningu, er felst í þessum greinum. Hug- sjónastarfi fylgir mikil blessun. Starf samvinnunnar er að vísu raunlegs eðlis og því von að mönnum verði all-starsýnt á þá hlið. En hius er gott að minnast, að það er líka eitthvert göfugasta hugsjónastarfið, sem til er. Að skiJja það og muna er hálfur sigur, og fyrir okkur íslendinga sjerstaklega ljúft, því eigum við fyrir höndum að veiða menningarþjóð, hlutgeug í alheims- starfinu og vel þegin þar, þá verður það með hjálp og;

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.