Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 19
157
•ar hinnar frjálsu samkepni milli iðnaðar og lista allra
þjóða: hátiðar alþjóðafriðarins og nýs kappbandalags
allra þjóða.
Að fríverzlunin hófst einmitt jafnhliða nýrri upp-
gangsöld í fjárefnum, sem gullfundirnir miklu í Kali-
•forníu (1848) og Ástralíu (1851) voktu — sú giftusamlega
-samlagni átti kannske enn drýgri þátt í þvi, að upphaf
fríverzlunarinnar varð mönnum hátíð, en hin trúarlega
vígsla og blessun friðarpostulanna. Líkt og guðlegt ráð
leiddi gullið í ljós úr eldgömlum féhirzlum jarðarinnar
til að gieiða fyrir alþjóðaviðskiftunum. Frá tveimur
mtkjálkum heims kom á árunum 1851—60 árlegur gull-
skattur, 160,000 tvípund að þyngd og yfir 300 miljónir
króna að verði. Skattur, sem studdi mjög að því að
gera viðskiftin hægri og hækka alt í verði — lika starf
mannshandarinnar.
Nú hlaut að takast að tengja allar þjóðir böndum
sameiginlegrar velferðar og hagsmuna — ef slíkt 'var
unt. Gfagnskiftileg fjárlán gerðu löndin æ samrýmdari
■og samskyldari. Fé ýmsra landa blandaðist i alþjóða-
hlutafélögum. Það var líkt og að járnbrautir og sima-
linur máðu stöðugt með hverju ári landamerki, er ná-
grannastyrjaldir höfðu litað blóði. Alþjóðaviðskiftin
gerðu öll lönd að einni heild. Hvert einstakt land
starfaði ekki lengur fyrir sig eingöngu, heldur öll lönd.
iÞað voru og eru enn stór héruð á Englandi, er starfa
eingöngu fyrir íbúa hitabeltisins — sjá Hindúum og
gulum mönnum og svörtum fyrir ódýrum áhöldum og
fatnaði. Með vélaafli getur 12 ára gömul telpa í
'iLancashire unnið baðmullarklæðnað 1200 Austurálfu-
manna. Ensk steinkol og rússnesk og amerisk stein-
olia veita rekstursafl, Ijós og hita verkstæðum og heim-
ilum alt um kring á ströndum heimshafsins.
Líklega hafa þjóðirnar aldrei starfað eins kapp-
samlega og á dögum hinnar nýju heimsverzlunar, aldr-
•ei hjálpast eins að. Frakkar styrkt Rússa með mörg
11