Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 20
158
þús. milj. fr. láni1). Bretar hafa að samtöldu lánað enn>
gífurlegri fjárhæðir öllum þjóðum heims, eða lagt til
starfrækslu í öðrum löndum — nú (1911) kannske um
50 þús. miljónir kr.! Enskum hagfræðingum hefir tal-
ist svo til, að Bretar fái rúman hálfan þriðja miljarð
króna í ársvöxtu af fé sínu í útlöndum — 2520 miljónir
kr.! Stórfenglegasti skattur, sem nokkurt land hefir
nokkru sinni átt að heimta.
Og vaxtagreiðslu er eða getur verið gagnleg —
einnig lántakendum. — Sú skylda, að greiða vexti,
leiðir til þess, að lánsfé verður að verja svo það gefi
arð. England heíir því með rekstursfjárlánum hvatt
næstum allar þjóðir heims til að starfa og haga störf-
um sinum arðbærilegar en nokkru sinni áður.
Líka hafa Bretar og Hollendingar, forystuþjóðir
heimsviðskiftanna nýju, einkum, kent öllum þjóðum að
meta meir gæði jarðarinnar, á þann hátt, að hafa á
boðstólum allskonar varning með lægra verði en áður
hafði verið. Verzluuin vekur kaupgirni, vaxandi þarfir,
vaxandi löngun i gæði lífsins. Og þar með nýja starfs-
þrá, fyrst maður getur fengið öll þessi gæði fyrir vinnu
sína. Brezkir kaupmenn og kaupmenn annara Vestur-
Evrópuþjóða fóru til, og kendu öllum þjóðum að verzla,
og fluttu þeim fagnaðarboðskap viðskiftanna: gegn
starfi fæst hverskonar vara frá hvaða landi sem er.
Það virtist svo, að alt mannkynið mundi verða eitt
afarmikið verkamannafélag, er allar þjóðir þess kept-
ust að framleiða verðmæti, er yki gildi lífsins. — Styrj-
aldir mundu hverfa úr sögunni svo sem af sjálfu sér
fyrir vaxandi, frjálsum viðskiftum, því ófriður gerði
glundroða í sameiginleg allsherjarviðskifti og starf-
‘) 1911 er Frakkland talið að eiga kjá Rússum einum 9 þús.
milj. kr. En að samtöldn eiga þeir þá lijá öðrnm þjóðnm 29 þús.
milj. kr. Þýzkaland 27. — Að sjálfsögðn hafa þessar npphæðir auk-
ist mikið fram að striðsbyrjnn 1914. A. þ.