Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 24

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 24
162 England og Frakkland. Beztu lendur hnattarins voru komnar undir yfirráð annara, er Þýzkaland sameinaðist .á ný í eitt ríki. Það er einmitt vaxandi alþjóðaverzlun, sem knýr fram feykilegan kappvígbúnað, og gerir að þvi-er virð- ist ókleift að ráða fram úr friðarmálinu, þrátt fyrir vaxandi skilning manna ekki að eins á þeirri van- hyggju, að heyja styrjaldir, heldur og á blóðmissi menn- ingarþjóðanna af vaxandi straum arðlausra gjalda. Mörgum enskum stjórnmálamönnum finst eðlisnauð- syn reki England til feikna styrjaldar við Þýzkaland. Undirrót þeirrar styrjaldar getur ekki önnur verið en sú, að hið mikla þýzka ríki hafi ekki fengið liæfilegan hlut af nýlendum i öðrum heirasálfum, og — að ný- lendueignirnar séu afarmikil fjárhagshluhnindi. Að vísu eru nokkur líkindi til, að hin mikla úrslita- senna milli Englands og Þýzkalands dragist enn um stund. Líkt og nú hagar gæti það verið hagfeldara fyrir Þýzkaland, að skifta í bróðerni með Englandi og öðrum stórveldum fjárhlunnindunum af viðskiftahagnýt- ingu landa litaðra manna og þeirra þjóða hvítra, er þeim eru fjárhagslega háðar. Ef nú væri að ræða urn Bandaríki Norðurálfu, þá hlyti það einkum að verða bandalag stórveldanna sex, bróðurlegt samkomulag himra miklu arna um skifti á einhverri feikna bráð. En þótt að svo og svo mörg stórveldi gengju í hagsmunabandalag í von um sameiginlega bráð, þá munu vígbúnaðargjöldin naumast geta lækkað að nokkr- um mun. Það væri þegar stórmikið, ef slikt saraband fengi því áorkað, að hergjöldin hættu að vaxa svo sem hingað til. Herkostnaður 6 stórvelda Norðurálfu steig á tæpum 30 árum, 1870-1898, hér um bil um helm- ing — árlegu gjöldin, sem sé úr 1600 miljónum i 3150 milj. Og siðan 1898 hafa vigbúnaðargjöld allra Norð- urálfurikja stigið upp í 4500 milj. Og enda þótt skifting stórveldanna á Asíu og

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.