Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 30

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 30
168 vinnukraft með kerleiðingu og þrælaverzlun, eru nii' hinar kvítu þjóðir á veg komnar að hagnýta sér vinnu- kraft litaðra þjóðflokka Asíu og Afríku með sem minst- um kostnaði. Með þeim hætti, að taka af þeim öll jarðarráð eða leggja á þá skatta, setn greiða skuli í peningum, verða þeir neyddir til að vinna í námum eða á búgörðum. Því var það stórfeld villa af öðrum eins djúphygl- ismönnum eins og Cobden, Bright og Spencer, að halda,. að núverandi fyrirkomulag fríverzlunar og atvinnu- frelsis mundi leiða til alþjóðafriðar og frjálsrar sam- vinnu. Síðan England kom fríverzluninni á fyrir rúmri hálfii öld, hefir alþjóðaverzlunin einmitt mátt heita driffjöðrin í yfirgripsmesta landráni og þjóðkúgun, sem sögur geta. En í eigin löndurn livítra þjóða hefir það komið í ljós betur og betur, að i þjóðhags-ráðsmensku vorra tíma býr eyðandi frumþáttur baráttu og kúgunar. Það kemur líkt í ijós i okkar eigin löndum og hinum und- irokuðu heimsálfum, að þessi ránhernaðarfrumþáttur hefir í för með sér tvöfalt tjón, tvöfalda eyðingu mann- gildisins, sem dýrast er alls verðmætis. Bæði sigurvegararnir og hinir, sem lægra lúta, rýrna að manngildi vegna þess þegnfélagslega sníkju- lifnaðar, sem hlýtur að fylgja öllum ránhernaði, Og þessi þegnfélagssýki, shíkjulifnaðurinn og af- leiðingar hans, ægir nú hinum hvíta mannflokki hraðri hnignun og missi heimsvalds síns. Allar hinar fyrri menningarþjóðir, er stund lögðu á landvinninga, hefir tekið að hnigna eftir nokkra blómaöld, og orðið að rýma fyrir nýjum menningar- þjóðum. Norðurálfuþjóðirnar hafa að minsta kosti eitt fram yfir fyrirrennara sína: þroska vísindanna, þar með vísindanna um þegnfélagið og sjúkdóma þess. I því einu felst öll vor von: að finna orsakir þeirra

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.