Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 32
w
170
þjóðh]úkrunarfræðinnar, sem einkum hefir lagt stund á’
að rannsaka, hvort þjóðkyninu færi fram að lífsþróttÉ
eða hnignaði, kveður svo að orði, að »úrkynjunin með-
al þjóðar vorrar sé nú ískyggileg orðin, og virðist geta
haldið áfram að magnast takmarkalaust«. Aðgætandi
er, að þetta er sagt um eina hina þróttmestu þjóð, sem
nokkru sinni hefir lifað. Og þróttur brezku þjóðarinn-
ar kemur ekki hvað sizt fram í æ harðari baráttu gegn
þessari yfirvofandi hættu og nákvæmri rannsókn á eðli
hennar. Munurinn á hættu þeirri, er vofir yfir menn-
ingarþjóðum nútímans (kannske þeim fyrst, sem fremst-
ar eru) og þjóðmeinum þeim, er hrifu menningarþjóðir
fyrri alda, er sá, að vér erum farnir að þekkja eðli
veikinnar: einskonar sníkjulifnaður, sem leiðir af hags-
munaundirokun þeirra, er meira mega, á lítilmagnanum.
Feikna efling hernaðarhyggju síðasta mannsaldurs
er nátengd óleysanlega landráninu mikla í hitabeltinu
og tempraða beltinu norðlæga, og færslu fjárstólsins til
þessara landa, er enn hafa gnægð nýrra einokunar-
hlunninda og kanske nóg af ódýrum vinnukrafti.
Naumast er nokkur atburður aldar vorrar mark-
verðari en sívaxandi straumur sparifjár Ameríku og.
Norðurálfu til landa litaðra þjóða, auðvitað með öfiugri
vernd og gæzlu vopnanna. Ýms tákn sýna, að þessi
merkilega hreyfing er að sumu leyti a. m. k. ekki
óskyld því, sem dýrafræðingar nefna fóstursskifti sníkju-
dýra og jurta á fátækara og meinsamara fóstri og öðru
feitara og auðsveipara. Er auðsafnið mætir vaxandi
mótspyrnu hjá stjórnfrjálsum verkalýð Norðurálfu gegn
sníkjuplágunni, og æ meiri örðugleikum á því, að ná
undir sig nýjum einkaleyfum, flytur það sig til annara
landa, þar sem nóg er að fá af nýjum einkaleyfis-
hlunnindum, annaðhvort keypt eða tekið með hervaldi,.
og hinn litaði verkalýður er ómyndugur stjórnarfars-
lega, og verður kannske ekki andlega fær um að bíta
frá sór fyr en seint og síðar. Þó gæti verið, að menn