Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 40
178
íSöludeildina«, hefðu þau samt hag af viðskiftunum, og
það þótt vörurnar þar væru seldar með sama verði og
hjá kaupmönnunum. En þessa hags yrði þá fyrst vart
við áramótin, þegar ágóðanum yrði sRift upp. Væri
honum skift upp og hann borgaður út, lækkaði vöru-
verðið sem honum næmi, en væri hann borgaður í
stofnbréfum, eignaðist félagið höfuðstól, sem gæfi af sér
vexti árlega. Hvorttveggja væri gott og beinn hagur
af viðskiftunum við kaupfélagið.
Af þessu vona jeg að mönnum sé ljóst, að heima-
vistarfélögin stórgræða á þvi að verzla við kaupfé-
lögin.
Hvað ætli t. d. að heimavistarfélag Hvanneyrar-
skólans ætti nú í Kaupfélagi Borgfirðinga, ef það strax
1911 hefði farið að verzla við kaupfélagið? Eftir þvi
sem skólaskýrslur frá Hvanneyri segja að fieðið hafi
-kostað við skólann, og eftir því sem kaupfélagið hefir
borgað út í ágóða téð ár, mundi Heima vistarfélagið nú
eiga kr. 1550,00 í stofnsjóði félagsins og fá í árlega
vexti af því kr. 77,50. Kaupfélag Eyfirðinga hefir
borgað mikið ,af árságóða sínum í reikninga viðskifta-
manna, og hefði heimavistarfélag Gagnfræðaskólans
altaf verzlað við það, væri það mun hærri upphæð sem
það hefði grætt á viðskiftunum. Aftur yrði hún lægri
fyrir heimavistarfélag Hólasveina, en þó álitleg.
Þetta læt jeg nú nægja til að sýna, að heimavist-
arfélögin græða á því að verzla við kaupfélögin, og það
ekki svo lítið, ef heimavistarfélagið er mannmargt.
En að hverju leyti hafa nú skólarnir hag af við-
skiftum kaupfélaganna og heimavistarfélaganna?
Allir einstaklingar þjóðfélagsins vilja verða efna-
lega sjálfstæðir. Sá maður, sem ekki er það, er illa
farinn. Eg man líka, að jafnvel á sjálfu alþingi verð-
ur þessa vart, og í þingræðu man jeg að þingmaður
nokkur brigslar öðrum þingmanni um fjárhagslegt ósjálf-