Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 52
190
hr. Severin Jörgensen, hefir áður gert fyrir sína þjóð..
í þriðja lagi hefir sænska sambandið fjölgað eftirlits-
mönnum sínum eða endurskoðendum. Þvkir í þvi mik-
il trygging gegn því, að óreiða geti skapast í nokkurri
undirdeildinni. Þá hafa Svíar hafist handa með sam-
vinnu i fiskverzlun og mætti það verða okkur íslend-
ingum til hvatningar.
Fæstum mundi hafa til hugar komið, að Sinsslend-
ingum mundi verða skipaleysi til vandkvæða. Þó er
nú svo komið. Löndin alt um kring eru í rústum eftir
styrjöldina og þar fáar nauðsynjar að fá. Öll Evrópa
fær nú sínar matvælabirgðir handan um haf. En þá.
skorti háfjallaþjóðina skip. En Svisslendingar eru þrosk-
aðir samvinnumenn. Þeir hafa þess vegna, til að bjarga'
sér út úr vandkvæðunum, stofnað Eimskipafélag Sviss-
lendinga, en til allrar hamingju fyrir þá — á sam-
vinnugrundvelli. Hlutaféð er um 70 miljónir króna.
Samkvæmt áætlun félagsins er gert ráð fyrir að eftir
tvö ár hafi ágóðinn af fyrirtækinu nægt til að endur-
borga höfuðstólinn, þrátt fyrir mikla lækkun farmgjalda.
Nýlega hefir einn af forsprökkum samvinnustefn-
unnar í Noregi ritað stutta grein um þróun hreyfingar-
innar þar í landi. Er það að mörgu levti eftirtektar-
vert fyrir okkur, sem erum Norðmönnum líkastir að
lunderni og háttum. Bending er það til þeirra félaga,.
sem vilja standa ein síns liðs, að athuga hvernig frænd-
um okkar vegnaði í þessum efnum, meðan svo var að
farið.
Fyrsta samvinnusporið i Noregi sté verkamanna-
foringinn Marcus Crane um 1850. Hann hélt fyrirlestra
um verzlunarmálið og hvatti til samvinnu. Nokkur
smáfélög risu upp í Kristjaníu, en leystust skjótt sundur
aftur. Urðu menn tortrygnari eftir. Liðu svo nokkur
ár að ekki var aðhafst. En árið 1866 var stofnað stórt