Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 59
197
réttlátum grundvelli, þannig að stórþjóðirnar og
sigurvegararnir noti ekki í eigingjörnu skyni valda-
yfirburði sína.
Frákkland. Samvinnublað Sviaslendinga »Genossen-
schaftliches Volks Blattc segir:
»Hér í landi eru allir stjórnmálaflokkar fjandsam-
legir samvinnustefnunni nema vinstrimenn og jafnaðar-
menn. En í Frakklandi kveður við í öðrum tón. J.
Godart aðstoðarráðherra hefir fengið framkvæmdar-
nefnd tveggja stærstu flokkanna til að ákveða, að ríkið
skuli framvegis styðja af alefli að því, að magna og
efla kaupfélagsskapinn í landinu. Og ástæðan er sú,
að í hörmungum undanfarinna ára hefir starfsemi sam-
vinnufélaganna haft ómetanlega þýðingu við vöruað-
drætti og þó einkum réttmæta skiftingu þeirra. Jafn-
vel hið harðsnúna íhaldsblað »La libre Parolec lofar
kaupfélögin með sterkum orðum fyrir að hafa haldið í
skefjum svívirðilegri kúgunartilhneigingu kaupmanna--
verzlana«.
Ungverjaland. í sama blaði er þess getið, að kaup-
félög Ungverja séu í mikilli framför. Astæðan sama
og í Frakklaudi. Um áramótin 1917—18 voru þar í
landi 1707 kaupfélög. Félagsmenn 2*/a miljón. Árs-
velta 155 miljónir kr. En á 9 fyrstu mánuðum ársins
1918 voru stofnuð 369 kaupfélög. Félagsmenn V2 miljón.
í lok september var ársvelta allra félaganna orðin 2401
miljónir. Miðstöð ungverskra kaupfélaga heitir »HaDgya«
í Budapest.
Eússland. Nafnkendur rússneskur samvinnumaður
Alexander Asandrejev hefir látið samvinnublaði Norð-
manna í té stutt yfirlit um hag rússnesku samvinnu-
stefnunnar, siðan Bolschevikar tóku við stjórn.
Eftir hans sögusögn hafa samvinnufélögin fengið'