Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 8

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 8
2 samvinnubylgjuna yfir landið. En hann fann ekki þetta lítilræði, sem á vantaði, og Jakob hlaut baráttuna og sigurlaunin. Innbyrðis afstaða Tryggva Gunnarssonar og Jakobs Hálfdánarsonar í sögu islenzkrar samvinnu er hér um bil hin sama og Roberts Owens og Rochdale- vefaranna. Owen sér réttu leiðina, en ekki réttu að- ferðina. En hugsun hans mótar huga samtíðarmann- anna og þeir finna það ráðið, sem gefur hugsjóninni ævarandi gildi og líf. Jakob Hálfdanarson hefir á efri árum sínum ritað stutta frumdrætti að sögu Kaupfélags Þingeyinga, og er mest af því óprentað. En af skiljanlegum ástæðum verður það jafnframt hans eigin æfisaga. Er að mestu leyti stuðst við þetta handrit í grein þessari. Það eru eftirtektarverð sannindi í sögu samvinn- unnar, að hver stór sigur í hennar þágu er unninn á neyðartímum, þegar sem mest kreppir að. Hin fyrstu lánsfélög voru stofnuð í Prússlandi eftir að sjö ára stríð- ið hafði lagt meginhluta landsins í rústir. Rochdale- vefararnir byrjuðu samtök sín eftir ósigur í verkfalli. Danir urðu samvinnumenn, þegar samkepnin handan um haf gerði kornyrkjuna ólífvænlega atvinnugrein. Og á íslandi hófst samvinnubaráttan í þeim miklu hörmungum, sem yfir landið dundu um og eftir 1880. Sú hin sama harðinda-bylgja skolaði úr landi fólki svo þúsundum skifti vestur um haf. Og það er ef til vill ekki til betri sönnun um ástand landsins þá heldur en einmitt það, að þessir útflytjendur stóðu margir hverjir lengi í þeirri trú, að ísland væri að blása upp og verða óbyggilegt. — Siðan hefir metaskálin horfið í gagnstæða átt. Og nú mun flestum það ljóst, að samvinnustefnan hefir verið einn af þeim sterku þáttum, sem skapað hafa þá lífstrú á landið og þjóðina, sem nú hefir gagn- tekið hugi íslendinga. Það er áreiðanlega engin tilviljun, að samvinnu- atefnan festi fyrst rætur við Mývatn og Laxá. Það er

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.