Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 27

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 27
21 augum hins nýkomna manns. Þá tók hann að sér að vaka, þangað til eiuhver vökumanna kæmi á flakk, án þess nokkuð bæri á. Jakob gekk heim og svaf það sem eftir var nætur. Næsta dag gengu varðmenn eftir kaupi sínu. Jakob bar þá á þá, að þeir hefðu sofið allir í einu. Hann kvaðst ennfremur geta sannað raeð vottum, að stolið hefði verið um nóttina meðan þeir sváfu og hvar þýfið væri geymt. Fengu þeir félagar nú að vita, hversu þetta hafði til gengið. Launakrafan féll niður. En orðrómurinn um hina ótryggu vöku- menn barst út og varð öðrum til viðvörunar. Þetta haust var einhver erfiðasti tími af allri æfi Jakobs. Annirnar voru afskaplegar. Dag eftir dag var ösin svo mikil, að Jakob hafði hvorki mathvíld eða svefnfrið. Hann leyfði aðstoðarfólki sinu að fara á rétt- um tima til máltiða, en hélt sjálfur áfram að vinna allan daginn; neytti margan daginn ekki nema hveiti- brauðsbita og kaffis, sem sent var í búðina. Gamall maður, sem oft kom i búðina næstu árin á eftir, hefir sagt þeim, sem þetta ritar, að hann hafi oftar en einu Binni séð Jakob borða í búðinni úr engjafötu, eins og heyskaparraann, sem ekki gefur sér tima til á þurkdegi, nema rétt að tylla sér niður, meðan hann gleypir matinn. Jakob sagði svo frá síðar, að sér hefði þetta haust runnið til rifja aðstöðumunurinn við gömlu og nýju verslunina. Honum fanst hálf undarlegt, að allur al- menningur úr hálfri sýslu, ríkir og fátækir saman, skyldu ganga fram hjá hinni fáguðu kaupmannsbúð, þar sem húsrúm og öll tæki voru sæmileg, vel búnir menn sintu afgreiðslunni og sérþekkingin í hásæti. Hins vegar var búðin hans og vöruskemman — fjalakompan og mold- argryfjan. Og hann sjálfur, miðaldra bóndi, kominn úr annarlegum verkahring inn á svið, þar sem hann var að svo ótal mörgu leyti byrjandi. En þrátt fyrir allan aðstöðumuninn streymdi fólkið til hans, en kaup- mannsbúðin stóð hálftóm. Leyndardómurinn var fólg-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.