Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 23
17
sjálfur. í lífi Lans var enginn tvískinnungur milli hug-
sjóna og athafna.
Svo var þetta sumar, eins og venja er í ísárum,
að hafísbreiðurnar lónuðu stundum frá, svo að íslítið
var innfjarða dögum saman. En svo lokuðust sundin
aftur í næsta norðanbyl. Jakob átti von á, að eitthvað
kynni fram úr að rakna og þorði ekki að fara af Hiísa-
vík fyr en í byrjun júli. Þá reið hann upp að Gríms-
stöðum og dvaldi að búi sínu nokkra stund. Um 22.
júlí var von á skipi Slimons til Húsavikur. ísinn var
þá að lóna frá. Jakob reið þá áleiðis til HúsavíKur i
góðu veðri, vongóður um, að siglingin myndi hepnast.
En er hann kom á Mývatnsöldu á Hólasandi og sá út
á Skjálfandaflóa, var hann augalaus af ís. Hann hélt
þó áfram ferðinni, beið nokkra daga í kaupstaðnum að-
■gerðalítill, hvarf svo aftur heim og fór litlu síðar áleiðis
til Akureyrar í verslunarerindum. En i þann tíma kom
skip Slimous til Húsavíkur i norðanhríð og ísreki.
Heimtaði skipstjóri þá Jakob til viðtals. Gerði Þórður
•Gudjohnsen honum þá það drengskaparbragð, að senda
mann upp að Grimsstöðum. En þá var Jakob farinn
og náði sendimaður honum á Arndísarstöðum við Skjálf-
andafljót. En er þeir komu til Húsavíkur var skipið
farið til Akureyrar. Hafði haft litla viðdvöl. Uppskip-
un ómöguleg fyrir óveðri og ís. Enginn til að taka á
móti vörunum. Þá sendu skipverjar enn til Jakobs og
báðu hann koma til Eyjafjarðar. Afréð hann að fara,
þótt vonlitið væri um árangur. Nú var komið fram í
ágúst. Jakob lagði af stað á áliðnum degi, fram að
Núpum. Ætlaði hann að fá Sigurgeir bónda þar til að
fylgja sér um nóttina inn yfir Gönguskarð. Alhvítt var
af snjó á láglendi, en mikil fönn á Kinnarfjallgarði.
Aftók bóndi með öllu að fara þessa ferð. Hvarf þá
Jakob aftur til Húsavíkur. Hann hafði þá um sumarið
búið í skúrnum, þegar hann var á Húsavík. En þessi
nótt varð honum svo óskemtilega eftirminnileg, að hann
2