Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 36

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 36
30 leyti frétti Jakob að kaupfélagsskipið væri komið, en befði farið hafnarvilt. Var á Akureyri í stað Húsa- víkur. Jakob brá við og reið þegar til Eyjafjarðar, en setti Jón Jónsson i Múla til að annast störfin á meðan. Kom það sér vel að dugandi maður var eftir á Húsa- vík, þvi að þangað kemur nú skipið daginn eftir að kaupstjóri reið á burtu. Sjógangur var þá rnikill, en Jón réði samt til uppskipunar. Tókst lionum á 6—7 klukkustundum að ná mestöllum vörunum í land. En þá mun veður hafa versnað, þvi að skipið hvarf aftur til Akureyrar, og var þar sett upp það sem eftir var af kaupfélagsvarningnum. Jakob tók • sjálfur á móti þeim. Fékk hann Magnús Kristjánsson, núverandi landsverzlunarforstjóra, sem þá var ungur maður, til að afhenda þær. Lauk Jakob lofsorði miklu á framistöðu hans. Ekki hafði þessi ruglingur mikil óþæg- indi i för með sér nema það, að Akureyringar kærðu Jakob fyrir ólöglega verzlun. En eigi mun hafa orðið mikið úr því. Hinsvegar var á útmánuðum 1885 tekið lögtaki útsvar það, sem hreppsnefnd Húsvíkinga hafði lagt á félagið. í báðum stöðunum reyndi kaupmanna- valdið að nota útsvcirið og verzlunarleyfið sem vopn á hina ungu samvinnuhreyfingu. Árið 1885 var hnekkisár í sögu félagsins. Frú' Sigríður í Cambridge liafði tilkynt félagsstjórninni, að miklar líkur væru til að íslenzkur tóskapur myndi selj- ast mjög vel á Englandi. Bauðst hún til að annast um sölu þar á ábyrgð félagsins, ef því þætti ómaksins vert að gera tilraunina. Það varð nú að ráði að safna sam- an hjá þeim félagsmönnum, sem vildu, því af prjóna- saum, sem útvalin dómnefnd áliti boðlegt í þessa sendi- för. í nefnd þessari var Benedikt á Auðnum og tvær konur. Það týndist svo til af þessum vörum, að tekið var um 1400 kr. virði. En af ýmsum ástæðum mishepn- aðist tilraunin og varð félaginu til tjóns. Sauðasalan tókst nú hraparlega illa. Meðalverðið var um 11 kr.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.