Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Page 7
Jakob Hálfdanarson.
Nú i vetur andaðist sá maður, sem lengi mun verða
'i minnum hafður í sögu þessa lands. Það er faðir sam-
vinnuhreyfingarinnar á íslandi, Jakob Hálfdanarson, að-
.alstofnandi og fyrsti framkvæmdarstjóri Kaupfélags
Suður-Þingeyinga. «
Það er að mörgu leyti eftirtektarvert, hvernig sag-
an endurtekur sig á þessum sviðum sem öðrum. Fyrstu
brautryðjendurnir nálgast markið — en missa þó af
.því. Saga þeirra er oft raunaleg einmitt af því, að
þeir fórna svo miklu, starfa svo einlæglega, eru því
sem nær búnir að vinna sigur — en tapa þó leiknum
að lokum. Næsta kynslóð byggir á sigrum og ósigr-
um undangenginna kynslóða, stendur svo að segja á
íierðum þeirra. Og ekki ósjaldan auðnast þeirri kyn-
slóð, að komast upp á hæsta tindinn og horfa inn yfir
Mð fyrirheitna land.
Jakob Hálfdanarson bar gæfu til þess, að færa sína
fórn á þóknanlegum tíma, svo að hann varð bænheyrður.
Þess vegna verður aldrei sögð svo saga íslenzkrar verzl-
unar, að nafn hans standi þar eigi, sem eins af þeim
mönnum, sem við eru tengdir giftudrjúgir atburðir. En
á undan honum er Tryggvi Gunnarsson eldri braut-
ryðjandi. Hann starfar í sömu átt. Sama hugsjón
brennur honum í brjósti. Og þó hrynur bygging hans
í rústir, og verk hans í verzlunarmálunum fær ekki
nema óbeina þýðingu. í starf Tryggva Gunnarssonai'
vantaði ekki nema örlítinn hlekk til þess, að það leiddi
1