Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 17
11
.gengust fyrir, að haldnir yrðu sveitarfundir um alla
austursýsluna. Þar skyldi kjósa fulltrúa á aðalfund
um veturinn, undirbúa pöntun og greiða hlutafé. Jakob
var falið að boða til næsta fundar og láta prenta
hlutabréf.
Jakob Hálfdanarsyni var það töluvert kappsmál,
að þessi dagur, 26. september 1881, væri talinn afmæl-
isdagur Kaupfélags Þingeyinga, en ekki 20. febrúar
1882, eins og sumir vildu vera láta, þó að félagslögin
væru þ'ar samþykt og gerðabók félagsins látin byrja
með þeim fundi.
Á Grenjaðarstaðarfundinum munu þeir hafa verið
einna atkvæðamestir stuðningsmenn Jakobs, nafnarnir
Benedikt Kristjánsson í Múla og Benedikt Jónsson á
Áuðnum. Hins fyrnefnda hefir áður verið getið. En
af Benedikt Jónssyni er það að segja, að hann var son-
ur Jóns Jóakimssonar bónda á Þvei’á í Laxárdal. Jón
var vel gáfaður maður, fastlyndur og þéttur fyrir, og
svo mikill hirðumaður, að sagt var að hann hefði ekki
mátt sjá fis liggja á hlaðinu eða grasstrá vaxa með-
fram bæjarþiljum eða húsvegg, ef ekki lá tún að. Bene-
dikt var í mörgu líkur föður sínum, nema meiri bóka-
maður. Hann reisti bú á Auðnum, sem er lítil jörð
skamt frá Þverá. Bjó hann þar lengi við lítil efni.
Lögðu sumir misvitrir menn honum það til lasts, að
hann, sem kynni svo vel að láta aðra efnast, gæti ekki
orðið efnaður sjálfur. Á hitt var síður minst, að hann
skifti sjálfum sér. Gaf áhuga sinn og tíma að mestu
leyti í þarfir félagsheildarinnar fyrir sárlítil laun, enda
ekki unnið þeirra vegna, en sat sjálfur á hakanum með
sitt bú. Er þessi ásökun almenn um bændur, er starfa
utan heimilis. Þykir furðu sæta, ef þeir ekki efnast
fremur en aðrir menn, þar sem þeir hafi tekjur bæði
af búi og vinnu utan heimilis. En sannleikurinn er sá,
að fáir menn standa ver að vígi um sína eigin atvinnu
heldur en þeir, sem hugsjónirnar toga frá hversdags-