Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Side 28

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Side 28
22 inn í þeim mikla sparnaði, sem félagsverzlunin færði hverjum hlutkafa. Reyndist það spara hverjum bónda um 25% af allri úttektinni að verzla við kaupfélagið, en ekki selstöðukaupmanninn1). En þó að hagnaðar- vonin væri aðalatriðið, þá kom þó fleira til greina. Það var hin sœrða manndómstilfinning. Fátækir fjölskyldu- menn komu ekki ætið fagnandi að kaupmannsborðinu. Alla leiðina og löngu fyrirfram pindi það sál þeirra, að verða að auðmýkja sig. Koma fram fyrir hans há- tign, kaupmanninn, biðja um lán, láta neita, eða veita með eftirtölum. Þá var munur að sækja vörur handa heimilinu í sína eigin búð, þar sem jafningi þeirra af- henti, orðalaust án særandi orða eða skilmála. Síðar meir mintust margir smábændur á þennan mun við Jakob. Hann vissi, að þetta hafði verið Ijósið við mold- argryfjuna. Og honum fundust þess konar endurminn- ingar vera beztu launin, sem hánn hlaut, að öllu sam- töldu, fyrir sitt langa og erfiða starf. Einn óvæntur atburður kom fyrir hið nýmyndaða kaupfélag þetta haust. Sveitarstjórnin á Húsavík lagði allmikið útsvar á félagið. Jakob kærði þegar í stað og færði fram þau rök, að félagið væri ekki gróðastofnun fyrir sjálft sig. Það skifti vörum rnilli manna með lægsta sannvirði og hefði engan tekjustofn að taka til slíkra útgjalda. Sveitarstjórnin var fús til að iækka útsvarið, að eins ef félagið vildi gjalda einhverja dá- litla upphæð, og þar rneð viðurkenna, að það væti ekki skattfrjálst. Þórður Gudjohnsen var einna mestur at- kvæðamaður i þorpinu og mun nrjög hafa tekið í streng- inn móti félaginu Urðu út af þessn langvinir mála- ferli. Sagði Jakob svo frá siðar, að siðasta eigin hand- ‘) Einkennilegt að sama varð raunin um hiö fyrsta kanpfélag, sem stofnað var erlendis, tilraun Roberts Owens i New Lanark. Kaup- menn seldu þar 25°/0 lrærra en þurfti að vera. Xú er hin óþarfa kanpmannsálagning veDjulega um 10°/0, eins og reynsla kaupfélagauna ■ sýnir, hin síðari ár.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.