Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 32

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 32
26 •var bygt fram á sjávarbakkanum og allbrött brekka niðar að sjónum. Kjallari var undir nokkrum hluta hússins, þeim sem næst var sjónum. Hurðin fyrir þeim dyrum var úr Knararbrekkuviðunum og segir Jakob, að hún hafi verið þar enn 1914. Eiginlega hafði Jakob jafnan hugsað sér húsið tvílyft, og það stórt, að það nægði fyrir vörugevmslu félagsins, búð, og íbúð handa honum og fólki hans. En rm var hann bundinn við strandviðina, hvað stærð og lögun hússins snertir Húsið varð nú að vera einlyft, og ákaflega hátt undir loft og krossreist. Var bersýniiegt að ekki var unt að koma fyrir á einni hæð og lofti öllu þvi, sem í húsinu varð að vera. Jakob braut mikið heilann um þetta, og fann loksins ráð sem dugði. Vegghæðin var óþarfiega mikil, rúmið varð ekki hagnýtt með þeim hætti. En þó var ekki hægt að gera úr því tvær fullkomnar hæðir. En : snjallræði Jakobs var í því fólgið, að láta undirlög hússins hvíla á múrbrún, því nær jafnt yfirborði lóðar- innar, en bæta svo við neðri hæðina rúmlega meter- hæð af kjallaranum. Setja siðan aðalloft í húsið neðan- vert á miðjar stoðir. Jakob ráðfærði sig um þetta við yfirsmiðinn og fleiri menn sem vit höfðu á, og kom öll- um saman um, að húsið væri engu ótraustara fyrir bragð- ið, en alt að því helmingi rúmbetra. I þessari »undir- lyftinguc, sem Jakob nefndi, voru 8 herbergi. Það var íbúð Jakobs í 12 ár. Nú mun vera búið að gera þann hluta hússins að vörugeymslu. Meðan verið var að byggja húsið kom Jón á Gautlöndum þangað. Sýndi Jakob honum alla sína ráðagerð. Jóni fanst fátt um. Hann kæmi því ekki inn í sinn haus, að nauðsyn væri á allri þessari byggingu. A sömu skoðun var síra Benedikt í Múla. Enginn trésmiður var þá heimilisfastur á Húsávík. Aðstoðarmennirnir voru allir sveitamenn og fóru lieim u sláttarbyrjun. Leit mjög ólíklega út um það, að smíði ihússins yrði lokið um haustið, svo að unt yrði að nota

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.