Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Qupperneq 29
23
tarrit í því máli i skjölum sinum væri frá þvi í nóv.
1898. Hefir hann því komið meira og minna við málið
í 16 ár. En svo sem kunnugt er hafa íslenzkir og
danskir dómstólar litið svo á, að hrein pöntunarfélög
væru skattfrjáls að lögum1). Endaði þetta 16 ára stríð
með fullkomnum ósigri kaupmannavaldsins. Málið var
tvisvar fyrir hæstarétti og tvisvar geisimikil vitnaleiðsla
heima í héraði. I annað skiftið var Jakob 9 tíma fyrir
rétti samfleytt. Vann hann eið að öllum sinum fram-
burði. A síðustu stundu bauð mótparturinn honum að
sleppa eiðnum. En Jakob þakkaði fyrir gott boð og
vann eiðinn. Að mörgu var honum meiri skapraun en
útsvarsmálinu, en þó var honum það óleikur; fylgdi
því mikil tímaeyðsla meðan það stóð yfir. Fyrir sýslu-
nefnd varði Jón á Giautlöndum málið, meðan til vanst,
fram til 1889.
Þegar leið fram undir veturnætur, fór Jakob með
•skjöl félagsins upp að Grímsstöðum, en fól dugandi
manni einum á Húsavík umsjón og eftirlit með vöru-
leyfum þeim, sem eftir voru. Honum veitti alls ekki
af hvildinni. Ahyggjur, vonbrigði og afskaplegt erfiði
höfðufjveiklað heilsu hans í bili. Honum fanst alt fyr-
irtækið vera að hrynja í rústir, hann vera mikið minna
en eignalaus, konan hlyti að fara á vonarvöl með börn-
in o. s. frv. Þetta var ofur eðlilegt, eins og allar
ástæður höfðu verið um sumarið og haustið. Sumar
vörurnar höfðu kornið skemdar, án þess að hann gæti
að gerteða fengið skaðabætur frá sendanda eða skips-
eiganda. Og þegar farið var að líða á haustið var
ekki hægt að uppfylla allar pantanir. Bókfærslan hins
vegar ekki svo ljós og einföld, sem varla var von í
þeim erfiðu kringumstæðum, að unt væri að fá í fljótu
bragði yfirlit um heildarfjárhag félagsins. Þá kviknaði
■efinn og fæddi af sér þunglyndi og bölsýni. Þrir menn,
') Sama varð raunin á með landsverzlunina nú á striðsárunum.