Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Page 21

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Page 21
15 unarinnar. Kveið hann þvi að fá miklar vörur, en hafa engin hús eða uppskipunartæki. Þórður Gudjohnsen lagði þungan hug á félagið, er hann sá, að alvara var á ferðum. Var Jakob að vonum jafn ómögulegt að biðja hann hjálpar, eins og ólíklegt var, að sú hjálp yrði veitt. Eina skýlið, sem Jakob réði yfir, var litli timburskúrinn frá Sigurjóni á Laxamýri. Síra Benedikt í Múla virti hann á 42 kr., en Kaupfélagið keypti hann á 50 kr. Skúr þessi var eigi fullar 4 álnir á breidd og tæpar 6 álnir á lengd. Klæðning einföld, öll úr alinnar löngum borðastúfum og hvergi borinn hefill á. Þegar ísalögin byrjuðu kom frétt um það til Húsa- vikur, að timburskipið hafði hörfðað inn til Seyðisfjarð- ar, viðnum verið skipað þar í land og hann seldur. Var þvi eigi framar um byggingu að tala það árið. En svo fór um fleiri vonir. »Spekúlantinn« Predbjörn var vanur að koma á hverju sumri og verið eini keppinautur einokunarversl- unarinnar á Húsavík. Hann flutti ósvikna vöru, var áreiðanlegur, ódrembinn í framkomu og mildur í fjár- málum. Við þennan mann hugði Jakob að skifta á ull og matvöru til sumarsins. Þarfir manna voru þá fá- breyttar. Algengustu korntegundir, sem almenningur keypti, voru: Rúgur, heill eða malaður, bankabygg og heilbaunir. Predbjörn hafði nú komið skipi sínu »Pro- videnee* að Langanesi á venjulegum tíma um vorið, en rak sig þar á ísinn og fraus inni þar við nesið þar til í september. í annan stað var nokkuð af pöntunar- vörum með einu eimskipi Sameinaða félagsins. Það var einkum nýlenduvara og sykur. Þetta skip varð einnig frá að hverfa og sneri heim aftur til Danmerk- ur. Með því skipi hafði komið til Austfjarða og þaðan landveg til Húsavíkur yfirmaður dönsku verslunarinnar á Húsavík, Bache að nafni. Hann dvaldi á Húsavík alllengi um sumarið og brá oft á tal við Jakob. Sveigði haun þá samræðurnar venjulega að þessu einkennilega

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.