Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Page 40
34
hygginn. Hann hafði neyðst til að undirskrifa þessa
skuldbindingu og orðið sekur um lítilsháttar vöruskuld.
Hann var sektaður. Þótti það hart að gengið og mælt-
ist illa fyrir. Gudjohnsen s'agði, að nauðsyniegt væri
að kaupfélagsskapurinn fengi að reyna þolrifin, svo að
augljóst yrði hvort pöntun einvörðungu gæti fullnægt
allri viðskiftaþörf manna.
Þannig var þá ástatt haustið 1886. Það var sýni-
legt, að ekki höfðu nema fáeinir félagsmenn vetrarforða
nema fram yfir nýjár. Lítt fært var að sækja matvöru
til Akureyrar, þótt til kynni þar að vera og fáanleg. 0g
á Húsavík var ekkert að fá nema hjá Þórði Guðjohn-
sen, sem aldrei lét eitt lóð af hendi, nema við þá mennr
sem algerlega sneru baki við félaginu. Ástandið var
líkast og í umsetinni borg. Hungrið er þar höfuð óvin-
urinn. Þegar það hefir dregið kjark og þrótt úr borg-
arbúum, þá gefast þeir upp, fá mat, bjarga lifinu, en
deyða hugsjónina, sem barist var fyrir.
í þessum fjörbrotum félagsins kom nú fram sú
uppástunga, að reyna að senda umboðsmönnum þess
vörupöntun og biðja þá að reyna að fá leigt skip hing-
að með vörur, svo snemma um veturinn, sem hægt
væri. Og svo undarlega vildi til, að sá maður, sem
kom upp með þá hugmynd, var smábóndinn á Geita-
felli, Snorri Oddsson, sá sem verzlunarstjórinn hafði
sýnt svo mikla hörku. Þeir Snorri og Benedikt Jóns-
son á Auðnum hittust þá snemma um veturinn á ein-
hverju ferðalagi. öllum félagsmönnum var ljós hætta
sú, sem yfir vofði. Ekkert var tíðara umræðuefni í
þeirra hóp. En enginn sá úrræði fyr en Snorri sting-
ur upp á því við Benedikt, að reyna að fá skip til að
koma til Húsavíkur um háveturinn. Það er erfitt að
skilja til fulls, hversu mikið nýmæli þetta var. Þá var
það almenn trú, að alófært væri nm vetrarleytið að
sigla fyrir norðan land. Hafísar, stórhriðar og skamm-
degismyrkrið var sú þrenning, sem talið var að þver*