Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 22

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 22
16 fyrirtæki — kaupfélaginu, — en þó einkum að hinu, hve hræmuglega vörur þær í skipinu, sem Jakob voru merktar, hefðu verið meðfarnar og útlítandi. Hræri- grautur úr sykri úr brotnum fötum, og ýmsar aðrar vörur fótum troðnar og stórskemdar i lestinni. Ekki gaf Jakob sig mikið að manni þessum; bjóst við, að sögur þessar væru mest til þess ætlaðar, að gera hann deigan og vonbitinn. Enn einum vonbrigðunum olli skip Slimons hins enska. Hann hafði lofað að senda skip hingað um haustið eftir sauðum og annað skip með vörur á miðjum slætti. Jakob var að mestu á Húsavík um vorið. Reyndi hann að gera skúrinn fok- Jieldan, tjaldaði yfir hann með dúkum úr messutjaldi Bárðdælinga. Hafði það staðið á Lundarbrekku um stund og verið messað í því, frá því að kirkjan brann, þar þangað til önnur ný var reist. Inni í skúrnum var gert búðarborð til að greiða fyrir afhendingu. Þá í júni keypti Jakob borgarabréf og varð úr því að telja sig búsettan á Húsavík. Til þeirrar ráðabreytni voru tvær ástæður. Fyrst það, að bersýnilegt var, að »pöntuninc gæti ekki fullnægt þörfum manna, einkum þar sem kaupmaðurinu á Húsavík tók það ráð, að útiloka kaup- félagsmenn frá öllum skiftum með smávarning, i von um að geta með þeim hætti kúgað þá til undirgefni. Hins vegar þótti einsýnt, að Jakob gæti alls ekki lifað af kaupi þvi, sem pöntunarfélagið gat greitt honum. Var enginn ákveðnari en Jón á Gautlöndum að ráða Jakob til að hafa verslun með ýmsan smávarning, þann .sem félagið ekki hafði, til að tryggja efnahag sinn. Var Jakob, hinn fyrsti kaupfélagsstjóri, löngum kendur við auka-atvinnuna og nefndur »borgari«. En engin mannlýti fylgdu því. Eigin verslunin var alt af auka- atriði fyrir Jakob, gerð vegna kaupfélagsins til að tryggja starf þess og létta af því byrðum. Og þegar Kaupfélagið efndi til söludeildar, hætti Jakob að versla

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.