Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 30

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 30
24 Jakob óviðkomandi, gerðu sitt til að teija i hann kjark og þor á þes8um timamótum. Það voru þeir Sveinn Víkingur Magnússon á Húsavík, Friðjón Jónsson á Sandi og Snorri Oddsson á Geitafelli. Á heimleiðinni gisti Jakob hjá Snorra og var dag um kyrt. Bað Snorri hann að leyfa sér að líta í plögg félagsins og vita hvort hann fyndi ekki einhverja þá liði í bókunum, sem gæfu góðar vonir. Rakst hann þar á 2000 kr. í peningum, sem greiddar höfðu verið í einu til Kristjáns Jóhannes- sonar, hins ríka bónda í Hólsseli á Fjöilum. Þá upp- hæð hafði hann lánað kaupstjóra um vorið, vist veð- og ábyrgðarlaust, svo að hann væri eigi alveg skotsilf- urslaus þar til peningar kæmu inn fyrir seldar afurðir. Jakob hafði síðan Friðrik Guðmundsson, tengdason sinn, um þriggja vikna skeið hjá sér á Grímsstöðum til að skrifa alla sérreikninga handa félagsmönnum, sem voru þá um 140 talsins. Kom þá i ljós, að fjárhagurinn var í alla staði góður, og að vanheilsa ein hafði skapað hina gagnstæðu skoðun. Hvíldin, bjartsýni húsfreyj- unnar á Grímsstöðum og hin ánægjulegu reikningsskil gáfu Jakob nýjan kjark og þrótt. Þá komu þeir og til hans meðstjórnendur hans: Benedikt á Auðnum, Bene- dikt í Múla og Jón á Gautlöndum. Luku þeir lofsorði á starfsemi hans og báðu hann hvergi hika. Þá bætt- ust og til muna nýir félagsmenn. Pöntunum var safn- að og alt búið undir starfsemina næsta ár. Þá var hús- byggingin fyrsta málið. Fór Jakob á útmánuðum til Húsavíkur hennar vegua. Ekki gekk greiðlega með viðina frá Knararbrekku. Náðust þeir ekki fyr en í júní. Grjóti var ekið að grunnstæðinu um veturinn og byrjað á jarðraski snemma um vorið. Jón Pálsson, sá sem áður er nefndur, skyldi hafa yfirsjón með trésmíð- inni, en steinsmiður nokkur, er Baldvin hét, gera kjall- arann. En er til kora þóttist Baldvin þessi vera veik- -ur og lagði ekki nema einn stein í grunninn. Sá sem í raun og veru varð yfirmaður við stein-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.