Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 16

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 16
10 Sigurjón bóndi Jóhannesson á Laxamýri hafði um nokk- ur ár haft leigða lóð norðan við Naustatún. Síðan lán- aði hann blett þennan enskum laxkaupmönnum. En þeir bygðu iskjallarara fram á bakkanum og óvandað- an trékofa hjá. En um sumarið 1881 höfðu Englend- ingarnir yfirgefið þessar stöðvar sínar, rifið ofan af kjallaranum, en fengið Sigurjóni kofann. Jakob leizt bezt á þennau stað, bæði hvað snerti aðstöðu við upp- skipun og verzlun. Þá var prestur á Húsavík síra Kjartan Einarsson, sem siðar varð prófastur Rangæinga og bjó að Holti undir Eyjafjöllum. Jakob bað nú síra Kjartan að selja sér eða leigja lóð þessa og var þvi máli vel tekið. Bæði Jakob og mörgum öðrum áhugasömum mönn- um í Þingeyjarsýslu var nú orðið Ijóst, að tæplega var um annað að gera, en koma skipulagi á verzlunarsam- tök héraðsbúa. Þau voru að verða of umfangsmikil til þess að unt væri að láta sér nægja hjáverkavinnu eins og hingað til. Jakob réðst þvi í að boða til almenns fundar um verzlunarmálið að Grenjaðarstað hinn 26. sept. haustið 1881. Fundinn sóttu allmargir menn úr næstu sveitum. Þórði Gudjohnsen verzlunarstjóra hafði verið boðið á fundinn, en hann kom ekki. Jakob hafði undirbúið fundinn og bar fram tillögur um skipulag væntanlegs pöntunarfélags Safnað skyldi með lágum hlutum nokkurri fjárhæð til að koma upp húsi og kaupa nauðsynlegustu verzlunaráhöld á Húsavík. Ráða síðan mann til að annast um pöntun og allar framkvæmdir félagsins. Jakob stakk upp á, að hver hlutur væri 10 kr. eða sem svaraði einu gemlingsverði. Hver hlutur gæfi rétt til að panta vörur fyrii 100 kr. og fá þær geymdar og afgreiddar í húsinu. Með svona lágri hlut- arhæð þótti ólíklegt, að nokkur heimilisfaðir þyrfti að lenda utangarðs hjá félaginu sökum fátæktar. Tillög- um þessum var mæta vel tekið á fundinum. Gengu jþá 32 menn í félagið með 49 hlutum. Fundarmenn

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.