Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Qupperneq 31
25
smíðið var Sigurður Guðmuudsson bóudi i Prestshvammi,.
faðir Páls símBtjóra á Húsavík. Hann var alkunnur
fyrir áræði og hagsýni í störfum og verkmaður með
afbrigðum. Þeir Jakob og hann lögðu hornstein að
kaupfélagsbyggingu Þingeyinga, (sem lengi var kölluð
Jakobshús eða »Jaðar<, það nafn mun J H. hafa valið),
23. apríl 1883. Litlu seinna kom Sigurbjörn Sigurðsson
frá Hólum í Laxárdal til bjálpar. Hafði hann fengið
nokkra æfingu við steinsmíði. Urðu þeir Sigurður og
Sigurbjörn nú sameiginlega formenn við steinsmiðina.
Aðalveggurinn var að vestan og horfði fram að höfn-
inni, ágætlega vandaður, og þess óskaði Jakob, að hann
mætti lengi standa til maklegs heiðurs þeim góðu mönn-
um, sem þar unnu með svo miklum trúleik. Fleiri
lögðu gott til málanna, þótt veikir væru kraftarnir.
Nokkur börn af Húsavíkurbakka hópuðust að smiðun-
um og báðu um leyfi að mega vera með. Báru þau á
börum möl og smágrjót, sem notað var til að þétta
hleðsluna. Jakob borgaði þeira jafnótt vinnuna með
aurum. En misjafnt varð um úthaldið, enda ekki laust
við, að sumum aðstandendum þætti óþarft að Jakob
notaði þannig veika krafta smælingjanna. Tvær telp-
ur héldu áfram meðan nokkuð’var hægt að gera. Mintist
Jakob þeirra með sérstakri umhyggju, er hann lauk
við endurminningar sínar rúmlega 30 árum síðar. Ef
til vill liefir honum þótt þetta smáatvik enn merkilegra
fyrir það, að önnur telpan, sem lengst hélt út að hjálpa
til, var sprottin upp úr þeim runni, sem ekki þótti
anda hlýlega frá, í áttina til Kaupfélags Þingeyinga.
Þegar loksins að viðirnir komu frá Knararbrekku, .
var komið nærri slætti og erfitt að fá smiði. Um sama
leyti hafði og komið timburskip frá Noregi, svo að nú
skorti ekki efniviðinn. Varð það úr, að Jón Pálsson,
sem þá hafði endurreist prestsetur Húsvíkinga, varð
yfirsmiður. Hafði hann löngum einn trésmíðanemenda
með sér, en annars varð að sæta hlaupavinnu. Húsið ■