Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 26

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 26
20 unarvöruna frá sumrinu. Varð nú að gera tvent í einu: skipa upp vörunum og halda sauðamarkaði. Jakob hélt sjálfur markaðina, en fékk Húsvíking einn til að standa fyrir uppskipun. Erfitt var að fá menn til vinnu, því að nauðsynleg heimilisstörf voru að miklu leyti óunnin og komið að vetri. Kaupgjald verkamanna var þá 25 -aurar um tímann og þótti hátt. Danska verzlunin galt 16 aura um tímann nema í júlí og ágúst, þá 25. En verkamenn fengu þar að borða í vinnutímanum. En ■það vildi Jakob ekki. Heldur borga hærra og að hik- laust væri unnið. Að loknum markaði kom til vöruskiftingin. Var ekki viðlit, að Jakob annaði einn allri afgreiðslunni, sem varla var von, þar sem hálf sýsla átti sókn að félaginu og flestir ærið þurfandi fyrir björgina. Tók Jakob þá sér til aðstoðar dóttur sína, fullvaxna, heim- an frá Grímsstöðum, og þrjá karlmenn. Mun ekkert þeirra hafa haft æfingu við búðarstörf, sem varla var von, en eigi var um það fengist eins og á stóð. Þar að auki þurfti að fá vökumenn til að vaka yflr »tjald- búðinni« hverja nótt. Enginn fékst til.að gegna því staifi til langframa. Varð ekki fram úr rúðið, nema með því að ná í einn eða annan, sem varð hvort sem var að dvelja í þorpinu næturlangt. Gekk það misjafnt sem von var. Erfitt fyrir þreytta ferðamenn, að bæta ■á sig dautiegu varðmannsstaifi i stað hvíldar. Eina nótt gat Jakob ekki sofið. Veður var milt og blítt. Hann reis á fætur, klæddist og gekk að vörugeymslu- byrginu til að sjá með eigin augum, hversu vökumenn- irnir reyndust. Þeir voru þrír og höfðu komið framan úr dölum um kveldið. í vörukjallaranum var vel bjart af oliuljósi. Allir vökumennirnir steinsváfu. Rét't um leið kom þar að lestamaður framan úr sveit. Jakob bað hann að gæta vel að litla stund, hverju fram færi. Ríðan tók hann á sig þjófsgervi og bar i fjórum ferðum burtu dálítið af vörum og fól á afviknum stað fyrir

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.