Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Page 18

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Page 18
iðjunni heima, hvernig sem á stendur, til að vinna fyrir almenningsheill. Benedikt Jónsson varð síðar mestur lærdómsmaður allra íslendinga um allskonar samvinnufræði. Hann nam ágætlega tungur Norðurlandaþjóðanna og síðan ensku og þýzku, kennaralaust með öllu, og hefir verið sílesandi alla æfl. Hefir samvinnustefnunni verið hinn mesti styrkur að andlegum aðdráttum hans utan úr heimi, þó að eigi verði meira frá því sagt í þessu sambandi. Jakob Hálfdanarson hélt sjálfur undirbúningsfund með sveitungum sínum, Mývetningum. Bættust þar 22 menn í félagið með 31 hlut. Jón Sigurðsson á Gaut- löndum ráðlagði varfærni. Kvað suma þá, sem komnir væru á félagsskrá niðri í dölunum, iítt trygga, og mætti ekki gera sér of miklar glæsivonir um skuggalausa samheldni. Sjálfur gekk hann á undan í verki. Tók 5 hluti, en enginn annar nema tvo. Jakob undirbjó lög félagsins með aðstoð Jóns á Gautlöndum. Síra Benedikt í Múla valdi félaginu nafn og réði gerð lilutabréfanna. En Sigfús Magnússon tengda- sonur hans sá um prentun þeirra. Jakob hafði samið munnlega við síra Kjartan á Húsavik um lóðina, ákveð- ið stærð og eftirgjald 30 kr. um árið. Þótti Jakob það fulldýrt og hirti ekki um, að tilnefna stærri lóð lengra suður eftir bakkanum til að þurfa ekki að skuldbinda sig hærra eftirgjaldi. En þegar að því kom, að full- gera skyldi samninginn, vildi Jakob bæta við lóðina,. en gat þá engu um þokað, því að þá var Þórður Gfud- johnsen búinn að leigja alt svæðið, sem um var að gera, sunnan við kaupfélagslóðina. Var það fyrsta her- bragðið af hans hendi móti félaginu. Um árslokin nam velta »pöntunarinnar« um 40 þús. Taldist Jakob svo til, að sú starfsemi hefði að minsta kosti sparað hér- aðsbúum 2000 kr. Eftir nýár 1882 boðaði Jakob til fundar að Þverá

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.