Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 35

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 35
29 ings, og undirbúa eölu á sauðafarmi. Skyldi salan Terða á ábyrgð félagsmanna. Margir voru allfúsir til þessara framkvæmda, einkum eftir að Jón kom á fund- inn. Þóttist hann að vísu eigi allfús til fararinnar, en lét hinsvegar ótvírætt í ljós, að reikningur sá, sem Steenberg hafði gefið um kostnaðinn við sauðasöluna, næði engri átt. Gaf hann hinsvegar von um glæsi- legan árangur, ef nú væri hafist handa. Lakast þótti nú, að ekki væri unt að fá heilan skipsfarm í austur- hluta sýslunnar. En þá var að færa út kviarnar. Maður var sendur á fund Fnjóskdæla, að safna þar sauðaloforðum. Þá bættust og öxfirðingar í hópinn. Jón Vídalín sigldi frá Reykjavik á útmánuðum. Samdi hann við firma í Nevcastle, Laurizen & Co., um að senda skip og annast söluna, svo og að kaupa inn er- lenda vöru fyrir félagið. Komu þær um sumarið og haustið með sauðaskipinu. Féð var alt rekið til Akur- eyrar. Voru það samtals 1838 sauðir, þar af 358 vet- urgamlir; hinir tvævetrir og eldri. Tvö hundruð og þrjátíu menn áttu sauðina. Sumir voru hræddir við áhættuna. Þeir kjarkmestu, svo sem sr. Benedikt í Múla, Kristján á Úlfsbæ, Jón á Mýri, frændi Hermanns Jónassonar o. fl., létu 30—40 kindur hver. Meðalverð sauð- anna varð um 20 kr. Jakob keypti 25 hesta þetta sumar, að ráði Vídalins, og sendi út á eigin ábyrgð, en tapaði hátt á annað hundrað krónum á tilrauninni. En seljendur fengu þó um 1500 kr. fyrir þessa nýju vöru. Hestasalan og fieira í sambandi við hana, mun hafa komið inn tortryggni nokkurri gegn Vidalin, en ekkert verður um það sagt hér, hvort nokkuð var athugavert við þessi skifti hans við Kaupfélagið. Að minsta kosti •er Englandsför hans eitt af fyrstu sporunum í sjálf- ibjargarviðleitni samvinnumanna. Um haustið 1884 gekk heldur erfiðlega með sigl- ingar til Húsavíkur. Strandaði þá þar á höfninni skip aneð matvörur til dönsku vérzlunarinnar. Um sama

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.