Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 41
35
byrgði þann veg. Benedikt varð stórhrifinn af hug-
myndinni. Þóttust þeir sj'á, að þó að þetta væri glæfra-
ráð og gæti mishepnast, þá væri það þó vænlegasta
bjargarráð til frelsunar kaupfélaginu. Lögðu þeir fé-
lagar af stað á fund formannsins, Jóns á Gautlöndum.
Mun þeim ef til vill hafa þótt nokkuð tvísýnt um, hvort
hinn aldraði og þrautreyndi héraðshöfðingi vildi fallast
á þetta nýmæli. En undir hans fylgi var alt komið.
Hugðu þeir félagar að fá sér liðsauka á leiðinni. Þá
bjó á Arnarvatni Jón Jónsson, sem síðar var kendur
við Múla. Hann var sonur Jóns skálds Hinrikssonar
á Helluvaði. Jón var þá enn á ungum aldri og eitt
hið mesta glæsimenni, sem þá var uppi hér á landi.
Hann var mikill vexti og tígulegur, fölleitur, brúnamik-
ill, dökkeygur og dökkhærður, skarpgáfaður, skáldmælt-
ur og mælskur með afbrigðum. Það var mál manna,
að hvar sem Jón kæmi, þætti hann ágætlega til for-
ingja fallinn. Nú koma þeir að Arnarvatni, Benedikt
og Snorri, og gista þar um nóttina. Þótti Jóni góð
þeirra tillaga. Næsta dag héldu þeir að Gautlöndum.
Félst formaður þegar á uppástungu þeirra. Gerði kaup-
félagsstjórnin þegar pöntun og sendi Zöllner með síð-
asta pósti ársins, að því er Jakob telur. Sennilega hafa
félagsmenn vænst þess, að pöntun þessi bæri einhvern
árangur. Að minsta kosti héldu þeir sér með mikilli
stillingu frá vegum kaupmanna þrjá fyrstu mánuði árs-
ins. En það er haft fyrir satt, að þá hafi samt víða
verið þröDgt í búi. En um síðir kom hjálpin. Annan
dag aprílmánaðar, sem var laugardagur fyrir pálma-
sunnudag, kom gufuskipið »Miaca« inn á Húsavíkur-
höfn. Skipstjóri og eigandi skipsins var hinn alkunni
•dugnaðarmaður Otto Wathne. Hann einn hafði verið
fáanlegur til að fara þessa svaðilt'ör. Var það jafn-
:snemma, að tekið var til með uppskipunina og sent
fram um sveitir með fagnaðarboðskapinn. Skipskomu-
3*