Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 13

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 13
7 milli Jakobs og Tryggva Gunnarssonar, en alt í bróðr erni þó. Á sýslunefndarfundi Suður-Þingeyinga hóf Benedikc Sveinsson sýslumaður máls á því, að rétt væri að freista að komast í beint samband við enskan fjárkaupmann, Slimon, sem keypt hafði hér sauði undanfarin ár. Var þetta gert til að fá andvirðið alt greitt í peningum til framleiðenda. Sýslunefndin sneri sér til Jakobs og bað hann að annast framkvæmdir. Varð hann við þeirri ósk. En hann fékk sér þegar sér til aðstoðar Kristján Jónasson frá Narfastöðum, bæði við bréfaskriftir til Englands og fleira. Kristján þessi var lengi farandsali fyrir enskt verzlunarhús, gáfaður maður og drengur hinn bezti. Jakob skrifaði nú eftir þennan fund um allar sveitir sýslunnar til að lýsa áforminu og panta sauði. Leitaði og álits bænda um, hvort eigi skyldi jafnhliða panta hveiti, maís o. fi. frá Englandi. Umboðsmaður Slimons, James Bridges, svaraði vel málaleitun Jakobs. Mæltu þeir sér mót á Akureyri til nánari samninga í ágúst um sumarið. Bændur höfðu nú sent vörupantanir og sauðaloforð viðsvegar að úr sýslunni. Mr. Bridges hafði áður annast um sauðakaup við Tryggva Gunnarsson og reynst áreiðanlegur maður. Er hann kom til Akur- eyrar í ágúst um sumarið sömdu þeir Jakob um fjár- verzlunina og ákváðu markaðsdaga. Vörur hafði Mr. Bridges í skipi sinu til Jakobs frá 0. Fisher í Leith, þeim, sem áður er nefndur, en var ófáanlegur til að fara með þær til Húsavíkur. Vildi annaðhvort setja þær þá þegar upp við Eyjafjörð eða geyma þær í skip- inu til þess um haustið, og varð við svo búið að sitja. Eftir þennan fund sendi Jakob ágrip af samning- unum við Bridges í allar sveitir milli Jökulsár og Fljóts- heiðar. Jafnframt því samdi hann um við sveitarstjórn- irnar á þessu svæði, að færa fjallskil tii baka um þrjá daga. Gekk það alt greiðlega, því að bændum lék mik-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.