Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 37

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 37
31 og margir kaupmenn fengu enda minna en það. Fé- lagið komst í stórskuld við fjársölumennina í Englandi, og þeir lentu sjálfir í fjárkagslegum vandræðum. Jón Vídalín var þá í Englandi og fór að svipast eftir nýj-- um umboðsmanni. Urðu þá fyrir vali hans bræður tveir danskir, Louis og Andres Zöllner. Eigi þótti Laurizen gott að missa af féiaginu og reyndi aftur að vinna það á sitt band. En Jón Vídalín var búinn að ráða Zöllner og þóttist hafa nægar ástæður til umskift- anna. Ekki var talið að þeir Zöllnersbræður væru þá ríkir menn, en þó munu þeir þá þegar um sumarið liafa lánað félaginu til fullrar lúkningar skuldinni við Laurizen & Co., gegn vöruloforði. Svo sem kunnugt er urðu þeir Zöllner og Vídalín aðalumboðsmenn flestra íslenzkra kaupfélaga um mörg ár. Létti ekki þeim skiftum til fulls fvr en félögin mynduðu sína eigin heildsölu á síðustu árum Jakob3 Hálfdánarsonar. Um sumarið 1886 sendi félagið fyrst út ull á eigin ábyrgð,. voru það eitthvað um 5000 pd. Gekk sú sala sæmi- lega. Sauðirnir seldust líka dáiítið skár heldur en haustið áður. Nú reyndu félagsmenn að spara sem mest þeir máttu, til að komast úr skuldinni við um- boðsmann, og vanst mikið á með þeim hætti. Jón alþm. Sigurðsson hafði frá upphafi verið for- maður félagsins. Og um þetta leyti (1886) tók hann við reikningsfærslunni allri, að því leyti sem hægt var að starfa að henni upp í sveit, og hélt því áfram þrjú ár, meðan honum vanst aldur til. Að honum látn- um tók sonur hans, Pétur Jónsson, við formenskunni og heflr gegnt þvi starfl þangað til nú í vor. Sumarið 1885 kom til Húsavíkur trjáviðarsali frá Mandal. Bað hann Jakob að losa sig við trjáviðarleyf- ar sem hann hafði í skipi sínu. Kaupstjórinn fann bæði þörfina fyrir sig að auka við hús félagsins, og vissi hins vegar að fjölmarga félagsmenn vantaði húsa- við. Það varð því úr, að hann tók viðinn, en gat ekkl

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.