Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Page 19

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Page 19
13 i Laxárdal, 20 febrúar. Lögin voru samþykt með litl- um breytingum. Samið við Jakob, að hann yrði fram- kvæmdarstjóri. Skyldi hann hafa hundraðshlut að laun- um. Af fyrirfram borgaðri vöru 2%, af þeirri vöru, sem búið var að borga við afhendingu, 4°/°, og af lán- aðri vöru 6%- Sézt af þessu, að Jakob hefir borið mest- alla áhættuna, enda var skilningur manna daufur sem von var. Gengust flestir fyrir hagnaðarvoninni einni eaman. Margir spáðu félaginu hruni tómu og eyðilegg- ingu. Og ýmsir beztu vinir Jakobs réðu honum ein- dregið til, að hugsa eingöngu um sjálfan sig, verða kaupmaður á Húsavík og skeyta ekkert um félagið. A fundinum var rætt ura húsbyggingarraálið. Vildu flestir, að félagið reisti geymsluskúr á Húsavík fyrir pöntunarvörurnar. En það aftók Jakob með öllu. Hann vissi, að engin leið var að komast af með svo litinn húsakost. Var hann og ekki borinn ráðum, og það því siður, sem hann bauðst til að leggja fram hálfan hús- kostnaðinn sjálfur. Það þótti mörgum furðu sæta, að Jakob skyldi ekki vera fastara í hendi með Grimsstaði en svo, að hann var fús að sleppa ábúðinni og leggja út á slíkan glæfra- veg. Um þetta leyti voru liðin 26 ár frá þvi, að Hálf- dan faðir hans fékk jörðina bygða til 10 ára. Um lengri ábúðarrétt i einu aldrei að tala. Þegar Jakob var orðinn fulltíða maður, fékk hann fyrst að vita um þennan stutta ábúðarrétt; varð honum hverft við og var um stund fastlega að hugsa um flutning af landi burt. Þó fór svo, að hann tók við ábúð á Grímsstöð- um þjóðhátíðarárið. Um vorið 1882 voru tvö ár eftir af hinum umsamda ábúðartíma. Jakob hafði hvað eftir annað farið þess á leit við landsdrottinn sinn, síra Bene- dikt Kristjánsson í Múla, að fá jörðina keypta. En það var ekki um kost. Litlu eftir að Jakob flutti burtu var jörðin seld þáverandi ábúanda. Þá þótti Jakob vænt um, að forlögin skyldu hafa hagað því svo, að-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.