Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 34
28
aíðar flutti hann konu sína og börn alfarin frá Gríins-
8töðum. Hálfdan faðir hans var þá enn á lífi og vildi
ekki flytja til Húaavíkur. Jakob réði nokkru um, hver
varð eftirmaður hans á jörðunni. Valdi hann miðaldra
hjón, aem hann treysti vel til að búa vel að Hálfdani
á elliárunum. Varð honum að óskum sínum í því efni.
Kaupfélag Þingeyinga hélt uppteknum hætti og
seldi Slimon hinura brezka fjárkaupmanni sauði á fæti
til útflutnings. En brátt gerðist þó ágreiningur með
þeim Jakob og honum út af ýmsu viðvíkjandi sölunni.
Bar það einkum til, að bændum þótti Slimon gera of
lítinn mun á fénu eftir gæðum; borga of lítið góða
sauði, en fullmikið fyrir þá lélegu. Út af þessari mis-
klíð fékk Jakob því til vegar komið, að Kaupfélag
Þingeyinga sendi haustið 1883 eitthvað 20 sauði á eigin
ábyrgð með skipi Sameinaða félagsins til Steenbergs,
ræðismanns Dana í Leith. Þeir seídust þar á 34 shillings
hver, en að frádregnum kostnaði fengust ekki nema
17 kr. fyrir sauðinn, og þótti lítið. Ekki hafði félagið
enn sent íslenzka vöru á eigin ábyrgð á markað er-
lendis nema þessa sauði. Predbjörn keypti enn alla
ullina, en félagið fékk hjá honum rúg og fleiri tegundir
matvöru.
Benedikt prestur í Múla var tvíkvæntur. Siðari
kona hans hét Elinborg. Hún var áður gift og var
sonur hennar frá fyrra hjónabandi Jón Vídalín kaup-
maður. Hann hafði verzlað í Reykjavík með Páli
nokkrum Eggerz frænda sínum. Komust þeir i þrot,.
með svonefnda »Frændaverzlun«, og skildu þá félagið.
Sumarið 1883 kemur Páll norður að Múla, og dvelur
þar um sinn hjá móður sinni og stjúpföður. Mun hann
þá hafa kynst kaupfélagsforkólfum Þingeyinga, og þetta
orðið upphaf að skiftum hans við sanivinnumenn hér á
landi. Víst er það, að á aðalfundi K. Þ. um veturinn
varð það hljóðbært, að Jón Vídalín myndi fús að fara
til Englands fyrir félagið, útvega skip til sauðaflutn-