Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 24

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 24
18 lét hana verða hina síðustu þar í kompunni. Flutti tit hjóna þar í þorpinu, sem voru honum velviljuð. Um þessar mundir bar það til tíðinda, að norskt timburskip, »Fram« að nafni, fanst í ísnum nyrst við Tjörnes. Farminum öllum var bjargað upp á svonefnda Knararbrekku. Jakob þótti nú bera vel i veiðar, því að í skipinu var aðallega eitt tilhöggið hús, sem setja átti upp til síldveiða við Eyjafjörð. Voru nokkrir smiðir með, sem áttu að reisa húsið. Lét Jakob sér til hugar koma, að forsjónin hefði sent honum húsið, og að tak- ast mætti að koma því upp á hinni nýfengnu lóð, þeg- ar um sumarið. Leið nú fram til söluþings. Isinn lón- aði svo frá um það leyti, að hann var kallaður vel ræður. Þá um sumarið var síra Kjartan að húsa bæ sinn og vantaði timbur. Yfirsmiður hjá honum var Jón Pálsson, Eyfirðingur. Prestur gaf Jóni alt á vald um viðarkaup á uppboðinu. Sömdu þeir Jón með sér, að bjóða ekki hvor á móti öðrum. Skyldi Jón fá meira af borðviðnum, en Jakob trén. Uppboðið stóð í tvo öaga. Vildi til, að þá var þurviðri og sæmilegt veður,. sem þó var annars óvanalegt. Fremur var fáment á uppboðinu. Kaupmaður einn norskur af Akureyri, er Lemkull hét, var á uppboðinu. Jakob óttaðist hann mest allra keppinautanna. Um miðjan dag, síðari upp- boðsdaginn, var byrjað að selja húsið. Benedikt Sveins- son sýslumaður var þá orðinn þreyttur og fékk Þórði Gudjohnsen hamarinn. Bað hann að stýra uppboðinu um stund. Gekk þá alt með mikilli rögg. Var selt hvert stórtréð af öðru og hlaut Jakob þau flest. Lem- kull var hægfara og lengi að átta sig, en uppboðshald- arinn skjótráður og hraðvirkur. Leit helzt svo út, sem Jakob hefði orðið að happi, er Gudjohnsen tók við hamrinum. Smiðirnir voru þarna við og óskuðu helzt,. að Jakob fengi alt húsið, svo að þeir fengju atvinnu við að fullgera það. Þótti nú vel áhorfast, er megin- viðir voru fengnir í sæmilegt hús. En er til kom reynd*-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.