Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 42

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 42
36 kvöldið var verið að uppskipun í 5 tima. Á pálma- sunnudag var norðaustan-stórhríð með miklu frosti. Var þá unnið í 9 tíma, en Jakob kól á fingrum þann dag,. er hann stóð við verkstjórn niður á bryggju. Á mánu- daginn var uppskipun lokið og skipið lagt af stað heim- leiðis. NæBtu daga þyrptust félagsmenn til Húsavíkur með fjölda sleða og eigi hirt um helgidagshvíldina. Fóru 19 æki í einu upp yfir Mývatnssand. Með þess- ari vetrarför Wathne’s var isinn brotinn. Síðan hefir engum til hugar komið, að ófært væri gufuskipum norð- an við land, þótt vetur væri kominn. • Herbragð Þórðar Gudjohnsen varð þannig að engu- Honum mistókst með »umsát* sinni, að láta hungrið' beygja hinn harðsnúna uppreistarlýð til að binda sigr samningslega, að viðlögum sektum, á kúgunarklafa dönsku selstöðuverzlunarinnar. Gagnstætt tilætlun hans varð þetta ofsafengna verzlunarstríð kaupfélaginu til góðs. Það þjappaði samvinnumönnum saman. Það sýndi þeim áþreifanlega. insta eðli kaupmenskunnar. Það sannfærði þá til fulls um, að sú ánauð, sem þeir voru að reyna að hrista af herðum sér, væri grimmi- legt ok, sem ókarlmannlegt og óhyggilegt væri að beygja sig fyrir. Gudjohnsen varð á Húsavík mörg ár eftir þetta vottur að árlegum vexti kaupfélagsins og hnignun sinnar eigin verzlunar. Hú á miðjum stríðs- tímanum var verzlun Dana á Húsavík loks seld fyrir lítið verð. Mikið af stórum og sterkum byggingum, þar sem viðskiftastraumurinn er að mestu leyti hættur að koma við. Hins vegar hefir kaupfélagið ekki einungis fært út kvíarnar þar í sýslu, heldur orðið fyrirmyna fjölmargra annara samskonar stofnana víða um land. Ennfremur eru í hinu elzta samvinnufélagi spunnir margir þeir þræðir, sem síðar mynduðu Sambandið og lieildsöluna í Reykjavík, sem er önnur hæðin í sam- vinnubyggingunni hér á landi.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.