Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Qupperneq 25

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Qupperneq 25
19 ist ófært að ná viðunum jafn fijótt <og gert var ráð- fyrir. Einatt ísrek og sífeld. óveður, svo að enginn sjó- maður treystist að fara. Þó kom þar um síðir, að sex-^ æringur var sendur eftir timbrinu. Hann komst nokk~ nð norður með nesinu, varð þá að snúa við. Svo kom kaustið og treystist enginn til að skipa viðunum út við Ivnararbrekkutanga Var þá ekki um annað að gera en fá Tjörnesinga til að bera viðinn lengra upp á köfð- ann, svo að konum væri óhætt fyrir haustbriminu. Kom- ust þeir ekki til Húsavikur fyr en í júni næsta ár. Eftir að söluþingi lauk var ekkert fyrir Jakob að gera á Húsavík, því að ísinn hindraði allar skipakom- ur. Brá hann sér þá upp að Hrimsstöðum til vanda- manna sinna. Mislingarnir voru þar þá að mestu um garð gengnir og höfðu ekki lagst mjög þungt á fólk hans, nema eitt barnið. En er leið að hausti, fór hann aftur til Húsavíkur og beið þess, að eitthvert skip kæmK Vildi ekki að aftur h'enti hið sama slys og þegar Slimons- skipið kom. Þar var þó sú bót í máli, að skipið myndi tæplega hafa verið afgreitt, hvort sem var. Nú bar svo við einn dag, eftir að Jakob tók fyrir alvöru að vænta skipsins, að hann lagði sig til svefns um dagtíma. Alt í einu hrekkur hann upp við það, að honum heyrist kallað: »Jakob«. En í því bili var »Pro- videnee* að sigla inn á höfnina. Kaupfélagið tók mikið af vörum hjá Predbirni og byrjuðu nú lestaferðir sveita-* manna. Öll sú verzlun gerðist fram á skipinu og sak- aði ekki búðarleysið fyrst um sinn. Það var nú orðið öllum ljóst, að einhver ráð varð að hafa til að verja vörurnar skemdum, þegar þær loksins kæmu. Jakob hafði því keypt nokkur tré og reft yfir ískjallara þann, sem fyr er nefndur. Síðan strengdi hann tjargaðar seglábreiður yfir alla refting- una. Tjaldgangur tengdi saman »gryfjuna« og búðina í skúrnum. Þegar ísinn lónaði frá byrjuðu siglingar fyrir alvöru. Næst kom sauðaskip Slimons með pönt- 2*

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.