Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 38
32
f'þá borgað nema lítið eitt af andvirðinu. Og um haust-
ið fór svo, sem fyr er sagt, að allur gjaldeyrir féll og
í stað þess að fá peninga hjá umboðsmanni, lenti fé-
lagið i skuld hjá honum. Sumarið 1S86 lét Jakob reisa
vörugeymsluhús allmikið, því að þegar farið var að
taka á móti ull frá félagsmönnum, var ómögulegt að
komast af án nýrra húsa. Þá um haustið kom um-
boðsmaður timbursalans til Húsavíkur og neyddist Jakob
til að veðsetja honum húsið. Margir hinir eldri menn
litu hornauga. til þessarar nýju byggingar. Sáu þó að
félagið gat ekki án hennar verið.
Nú er að segja frá Þórði Gudjohnsen verslunar-
stjóra. Hann var maður vel viti borinn, fastlyndur,
harðlyndur, bráður í skapi, og kunni sér þá stundum
varla hóf. Vinum sínum var hann einkar hlýr og trygg-
ur, en grimmlyndur við mótstöðumenn. Honum mun
hafa verið hlýtt til Jakobs persónulega, og að líkindum
kunnað að meta festu hans og fórnfýsi. Var andstaða
þeirra beggja riddaraleg, þó að striðið væri háð með
fullri alvöru frá báðum hliðum. Eins og fyr er frá sagt,
lét Gudjohnsen kaupfélagsskapinn óáreittan í fyrstu,
meðan hann hugði samtökin varla annað en barna-
gaman. En er hann sá félagsskapinn færast í aukana,
ásetti hann sér að berjast móti hreyfingunni af alefii,
■ og ganga af samtökunum dauðum, ef hann mætti. Al-
drei hefir staðið jafn hörð og löng barátta milli nokk-
urs eins kaupmanns og samvinnufyrirtækis bér á landi,
■ ein's og sú sem Þórður Gudjohnsen háði við Kaupfélag
Þingeyinga. Og að líkindum hefir Þórður verið mest-
ur maður fyrir sér af öllum þeim kaupmönnum, sem
sett hafa sér það að takmarki, að kefja niður sjálfbjörg
þjóðarinnar í verslunarefnum. Samt misti hann sigurs-
ins. Verkefnið var ofvaxið jafnvel hans miklu festu og
eterka vilja.
Fyrsta herbragð Gudjohnsens var það, að umkringja
ióð Kaupfélagsins, svo að það gæti ekki fært út kví-