Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Side 20
14
hann eignaðist ekki fegurð og erfiðleika Grímsstaða.
Hann var orðinn töluvert slitinn, þoldi illa votengið.
Bjóst við, að eftir þetta hefði hann þurft að halda
vinnufólki sínu löngum við verri vinnu en hann þoldi
sjálfur. Og 8Ú tilhugsun var honum ekki geðfeld. Gerði
því meir en að sætta sig við breytinguna. Vorið 1882
bygði hann hálfa jörðina vandalausum manni, en fékk
ráðsmann til að annast um sitt eigið bú með konunni.
Astæður hans voru fremur erfiðar. Börnin 4—5 í ómegð.
Nú fór í hönd eitt hið versta sumar, sem komið
hefir á Norðurlandi i tíð núlifandi manna, mislingasum-
arið svokallaða. Þá lagði hafís að landinu í apríl og
leysti eigi frá aftur fyr en 3. sept. Þar fylgdi með
óvenju tiðar fannkomur, snjór féll í hverri viku, frá-
bært grasleysi og óþurkar. I þriðja lagi gekk mislinga-
veikin um land alt og hindraði heyvinnu að miklum
mun. Fóðurbirgðir manna voru því um haustið litlar
og lélegar, þó að nokkuð kæmi harðæri þetta misjafnt
niður á bygðir og einstaklinga. Eiríkur Magnússon
meistari í Cambrigde og Sigríður Einarsdóttir kona hans
efndu þá til mikilla samskota erlendis. Fyrir þau var
þá um haustið flutt til landsins og útbýtt bæði korn-
vöru til manneldis og fénaðarfóðri.
Á Þverárfundinum voru þeir kosnir í stjórnarnefnd
Kaupfélags Þingeyinga Benedikt á Auðnum, Jón á Gaut-
löndum og síra Benedikt í Múla, og ekki minst á, að
þeir skyldu hafa laun fyrir. Þá á útmánuðum vann
Jakob að því, að undirbúa pantanir og peningasending-
ar til útlanda. Unnu þeir að því verki með honum
Jón Gauti og Benedikt Jónsson. Höfðu þeir sambönd
í Kaupmannahöfn, Leith og Mandal í Noregi (trjáviður)
og skiftu við ýmsa stórkaupmenn í tveim hinum fyr-
nefndu borgum. Sigurður verslunarstjóri á Vestdals-
eyri, sonur Jóns á Gautlöndum, pantaði fyrir félagið
trjáviðarfarm í Noregi. Átti af honum að taka húsvið-
inn, og þótti Jakob miklu skifta um þann hluta pönt-