Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Side 14
8
ill hugur á, að málalyktir yrðu góðar með sauðaaöluna^
Þá um sumarið hafði Jakob pantað fyrir Mývetninga
nokkuð af smávöru frá Reykjavík og þar að auki keypt
nokkuð af Predbirni fyrir aðra. Fekk hann lánaðan
skemmuræíil hjá Stefáni á Nauatum á Húsavík til að
geyma í varning þennan. Segir Jakob í endurminning-
um sinum, að skemma þessi hafi staðið »út við gilíð«,
og að hann hafi sjálfur rifið hana síðar. Má af því
ráða, að hann hafi haft einhver umráð síðar yfir hinni
fyrstu kaupfélagsbúð á íslandi. Jakob mintist þess, að
Pétur Jónsson á Gautlöndum, sem þá var orðinn full-
tíða maður, hjálpaði honum til að afhenda vörur í
skemmunni. Höfðu þeir til þess alinmál og vog hús-
eigandans, Stefáns gamla. Verst gekk þeim skifti á
liellulit, því að vogin mun ekki hafa verið sérlega
nákvæm.
Nú var svo komið högum Jakobs, að hann gat ekki
verið heima að búi sínu á Grímsstöðum nema 3—4 vik-
ur af hey8kapartímanum. Kom það sér ekki vel á svo
vandgæfri og umfangsmikilli jörð. En á hinn bóginn
hafði hann fram að þessu enga borgun tekið fyrir pönt-
unarumstang sitt og reikningshald. Hafði það jafnan
verið venja, að þeir, sem gengust fyrir verzlunarsam-
tökum í sveitum, unnu ókeypis. Fyrstu laun, sem Jakob
fekk fyrir félagsframkvæmdir sínar, hlaut hann þá um
haustið, 1 eða l1/2°/o af sauðaverðinu frá Slimon.
Fjárkaupaskipið kom til Húsavíkur á sama degi og
ráð var fyrir gert. Jakob hélt sjálfur markaðina, en
var svo óheppinn, að verða handlama af fingurmeini
og gat ekki skrifað nema fyrstu tvo markaðsdagana..
Þá gerðist Benedikt Jónsson á Auðnum skrifari Jakobs
og var síðan upp frá því önnur hönd hans við margs-
konar störf i félaginu. En Sigfús Magnússon í Múla
var túlkur og aðstoðaði Jakob við reikningsskilin úti á
skipi, þegar sauðunum hafði verið skipað út. Mr. Bridges
borgaði sauðina alla með gulli og silfri. Þótti Jakob-