Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Síða 39
33
arnar. Útsvarsmálið var næsta áhlaupið og ærið lang-
vint. Þriðja úrræðið var algert verzlunarbann, sem
lagt var á viðskiftamenn félagsins. Og það vopnið var
skæðast, eins og samgöngum var þá háttað hér á laudi.
Eins og áður er á drepið spöruðu félagsmenn mjög
við sig kaup á aðfluttri vöru sumarið og haustið 1886,
og það svo að bersýnilegt var að eigi yrði hægt að
bjargast með þann forða fram á næstu vordaga, nema
með því að leyta á náðir kaupmanna á Húsavik eða
Akureyri. Þar að auki fylgdi sá annmarki, að úr aust-
ur hluta Þingeyjarsýslu er mjög erfið kaupstaðarleið til
Akureyrar á vetrardag. Verður að sækja yfir tvær heið-
ar, aðra oft illfæra sökum bratta og fannfergis. En á
Húsavik var ekki um aðra verzlun að ræða en þá sem
■Gudjohn8en stýrði. Og hans meginregla var sú, að
neita kaupfélagsmönnum um öll viðskifti, þar til þeir
.gæfust upp skilyrðislaust og gengju á vald selstöðu-
verzluninni. Hann vakti með dæmalausri árvekni yfir
því, að félagsmönnum yrði aldrei að liði, þó að nægar
nauðsynjavörur væru í hans verzlun, ef þær voru á
þrotum í félaginu. Bæði synjaði hann um öll útlát, þótt
reiðu peningar væru i boði, og skamtaði hinsvegar sín-
um eigin viðskiftamönnum svo nákvæmlega, að þeim
væri eigi mögulegt, að miðla nábúum eða kunningjum
meinu af þeirra úttekt. Þar að auki hafði hann »hauka
í horni« sem fluttu honum sögur. um það, ef einhverjum
varð á að rjetta hjálparhönd þeim sem settir voru á
•svarta lista«. Gudjohnsen lét því nær alla1) þá menn,
sem leituðu skifta við hann, skrifa undir sk.uldbinding-
arskjal, þess efnis að borga að fullu skuld sína tviavar
á ári, verzla ekki við nokkura aðra verzlun og gjalda
50 kr. í sekt, ef brotið var móti öðru hvoru skilyrðinu.
Maður er nefndur Snorri Oddson, fátækur bóndi en
») Jakob netnir 4—6 b»ndnr. hina efnnðnstu 4 félagsivæðinn,
gem Þ. Gr. leyfði tvennan • átrnnað. Þorði ekki að beita þ4 sömn
loknm.og smelingjana. « . . . . ..
3