Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Qupperneq 11
5
Sigurðssyni á Gautlöndum. Þeir voru löngum þing-
menn og þóttu á þingi hinir mestu skörungar sökum
vitsmuna og þekkingar. Koma þeir mjög við sögu í
verzlunarmálinu. En þar skaust Ben. Kristjánssyni
nokkuð í fyrstu, þótt af góðum hug hafi verið gert.
Margir bændur heimtuðu, að Gránufélagið kepti við
kaupmenn um íslenzku vöruna, jafnvel þó að greiða
þyrfti óeðlilega hátt verð, eftir því sem markaður var
erlendis. En af því leiddi, að jafna varð hallann með
því að leggja því meira á innufluttu vöruna. Þykir
margt benda til, að Ben. Kristjánsson hafi mjög átt sök
á því, að Tryggvi Gunnarsson tók upp þennan sið, og
gerði Gránufélagið þar með að gróðastofnun fyrir hlut-
hafana. En við það var spilt hinum upprunalega til-
gangi félagsins.
Þriðja stoðin, sem hin almenna framþróun skaut
undir kaupfélagsskapinn, var útflutningur lifandi pen-
ings til Englands. Fyrstu hugvekju um það efni fengu
bændur í »Nýjum félagsritum«. Um 1866 var Þorlák-
ur 0. Johnson, sem seinna varð kaupmaður í Reykja-
vík, búsettur í Englandi, en kom til íslands og ferðað-
ist um Þingeyjarsýslu. Samdist þá svo um með Þor-
láki og bændum, að hann skyldi útvega enskan fjár-
kaupmann með skip til Akureyrar seint i sept. ,um
haustið, en þeir vera þar fyrir með ákveðna sauðatölu.
Hafði Tryggvi Gunnarsson umsjón með sáuðatökunni.
En skipið frá Englandi kom aldrei það haust, og þótt-
ust bændur grátt leiknir. A næstu árum fóru að koma
hingað enskir kaupmenn, bæði til að kaupa sauðfé og
hesta. Hét einn hinn fyrsti Askam. Var Tryggvi
Gunnarsson forgangsmaður af hendi héraðsbúa í þess-
um málum öllum. Hélt hann markaði allvíða í Þing-
eyjarsýslu. Leið svo fram um 1880.
Bær einn í Mývatnssveit heitir Haganes. Það varð
að venju einn vetur um þetta leyti, að halda þar sam-
komu á hverju sunnudagskveldi. Gerðu menn ýmist