Andvari - 01.06.1964, Side 12
10
SVEND KRAGH-JACOBSEN
ANDVARI
segir hún sjálf, að hún hafi tafarlaust rétt honum leikritið aftur. „Eg þakka
yður, að þér vilduð fá mér í hendur hlutverk Maríu, en það samþykkir Poul
Reumert aldrei." Egill Rostrup gat þó sagt henni, að Poul Reumert vissi þetta
að sjálfsögðu og litist meira að segja ágætlega á hugmyndina. Þá tóku æfingarnar
við, æfingar, sem fyrir Onnu Borg voru ævinlega „eldraunin", þetta smiðsstarf
á afli sálarinnar, þar sem hlutverkið mótast í eldi snillinnar og skapsmunanna.
Á þessum æfingum kynntist hún Poul Reumert sem varkárum og uppörvandi
og hjálpsömum manni. Þegar frumsýningardagurinn rann upp 22. marz 1929,
var hún alveg róleg. Sjálf hefur hún skrifað, að hún hafi aldrei verið tauga-
óstyrk á frumsýningu, þar var hún aðeins að skila hlutverkinu. Á æfingunum
voru taugarnar í uppnámi, þar sem persónan tekur sér smátt og smátt form,
sem gert er af þekkingu og ímyndunarafli listamannsins sjálfs í samvinnu við
meðleikara og skilningsgóðan leikstjóra. Þegar komið er að frumsýningu, er
sköpunarstarfinu lokið. Það var fyrir Önnu Borg barátta listarinnar, lífgjafinn.
„Gálgamaðurinn“ varð mikill listsigur fyrir þau tvö, sem hér buðu dönskum
leikhúsgestum í fyrsta sinn samleik, er síðar varð oss hjartfólginn. En ennþá
liðu nokkur ár, áður en þau urðu í alvöru fast tvístirni á leiksviðinu. Fyrsta
leikárið var „Gálgamaðurinn" aðeins auglýstur níu sinnum í byrjun, en hvarf
svo í bili. En Anna Borg hafði sýnt, hver hún var, og hvað í henni bjó. Hún var
ekki aðeins fallega, unga stúlkan, senr Toll ofursti hefur ráðið vinnukonu á af-
skelckt og niðurnítt sveitasetur sitt. Hún var miklu meira — konan, sem hefur
þrek til að vera hún sjálf á úrslitastund. 1 fyrsta stóra verkefninu sýndi Anna
Borg sig listakonu, sem í eigin innri sjóð gat sótt bæði þrótt og tjáningu í persón-
una. Maria hennar þróaðist fyrir augum vorurn úr blíðri meðaumkun, þegar
hún tekur á móti Toll, er hann kemur trylltur og óhnur heim af misheppnuðum
úlfaveiðum, og yfir í hið fasta viljaþrek, er hún stöðvar girnd hans, þegar hann
ætlar að taka hálfklædda stúlkuna í ástríðublossa, en hún hefur risið upp úr
rúrninu í snatri til að hleypa honum inn, þar sem annað heimilisfólk er burtu
þessa nótt.
Hún kom hér á óvart með þeim fullkomna styrk, sem geislaði frá henni í
atriðinu, þar sem hún bægir honum frá sér — ógnar með því að halda niðri í
sér andanum, þangað til hún deyi, ef hann láti verða af að taka hana með valdi.
Heilsteypt festa Maríu hefur mikil áhrif á ofurstann, — svo mikil, að hann
sýnir henni trúnað þessa einverunótt, svo að ástin, sem hún hefur lengi borið
í brjósti til hans, fær smám saman að koma í ljós. Ofurstinn segir henni frá ævi
sinni, þar sem oltið hefur á ýmsu, og kemur þar frásögninni, sem er hin háska-
lega trémynd, gálgamaðurinn, sem aðeins má selja, en aldrei gefa eða kasta frá
sér, — og sem alltaf verður að selja fyrir lægra verð en keypt var, svo að sál