Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1964, Síða 12

Andvari - 01.06.1964, Síða 12
10 SVEND KRAGH-JACOBSEN ANDVARI segir hún sjálf, að hún hafi tafarlaust rétt honum leikritið aftur. „Eg þakka yður, að þér vilduð fá mér í hendur hlutverk Maríu, en það samþykkir Poul Reumert aldrei." Egill Rostrup gat þó sagt henni, að Poul Reumert vissi þetta að sjálfsögðu og litist meira að segja ágætlega á hugmyndina. Þá tóku æfingarnar við, æfingar, sem fyrir Onnu Borg voru ævinlega „eldraunin", þetta smiðsstarf á afli sálarinnar, þar sem hlutverkið mótast í eldi snillinnar og skapsmunanna. Á þessum æfingum kynntist hún Poul Reumert sem varkárum og uppörvandi og hjálpsömum manni. Þegar frumsýningardagurinn rann upp 22. marz 1929, var hún alveg róleg. Sjálf hefur hún skrifað, að hún hafi aldrei verið tauga- óstyrk á frumsýningu, þar var hún aðeins að skila hlutverkinu. Á æfingunum voru taugarnar í uppnámi, þar sem persónan tekur sér smátt og smátt form, sem gert er af þekkingu og ímyndunarafli listamannsins sjálfs í samvinnu við meðleikara og skilningsgóðan leikstjóra. Þegar komið er að frumsýningu, er sköpunarstarfinu lokið. Það var fyrir Önnu Borg barátta listarinnar, lífgjafinn. „Gálgamaðurinn“ varð mikill listsigur fyrir þau tvö, sem hér buðu dönskum leikhúsgestum í fyrsta sinn samleik, er síðar varð oss hjartfólginn. En ennþá liðu nokkur ár, áður en þau urðu í alvöru fast tvístirni á leiksviðinu. Fyrsta leikárið var „Gálgamaðurinn" aðeins auglýstur níu sinnum í byrjun, en hvarf svo í bili. En Anna Borg hafði sýnt, hver hún var, og hvað í henni bjó. Hún var ekki aðeins fallega, unga stúlkan, senr Toll ofursti hefur ráðið vinnukonu á af- skelckt og niðurnítt sveitasetur sitt. Hún var miklu meira — konan, sem hefur þrek til að vera hún sjálf á úrslitastund. 1 fyrsta stóra verkefninu sýndi Anna Borg sig listakonu, sem í eigin innri sjóð gat sótt bæði þrótt og tjáningu í persón- una. Maria hennar þróaðist fyrir augum vorurn úr blíðri meðaumkun, þegar hún tekur á móti Toll, er hann kemur trylltur og óhnur heim af misheppnuðum úlfaveiðum, og yfir í hið fasta viljaþrek, er hún stöðvar girnd hans, þegar hann ætlar að taka hálfklædda stúlkuna í ástríðublossa, en hún hefur risið upp úr rúrninu í snatri til að hleypa honum inn, þar sem annað heimilisfólk er burtu þessa nótt. Hún kom hér á óvart með þeim fullkomna styrk, sem geislaði frá henni í atriðinu, þar sem hún bægir honum frá sér — ógnar með því að halda niðri í sér andanum, þangað til hún deyi, ef hann láti verða af að taka hana með valdi. Heilsteypt festa Maríu hefur mikil áhrif á ofurstann, — svo mikil, að hann sýnir henni trúnað þessa einverunótt, svo að ástin, sem hún hefur lengi borið í brjósti til hans, fær smám saman að koma í ljós. Ofurstinn segir henni frá ævi sinni, þar sem oltið hefur á ýmsu, og kemur þar frásögninni, sem er hin háska- lega trémynd, gálgamaðurinn, sem aðeins má selja, en aldrei gefa eða kasta frá sér, — og sem alltaf verður að selja fyrir lægra verð en keypt var, svo að sál
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.