Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 13
ANDVARI
ANNA BORG
11
eigandans hljóti ekki eih'far píslir. Toll keypti gálgamanninn fyrir sandkorn af
þjóðveginum, livar finnst nú sá, sem geti borgað minna fyrir hann? María sýnir
mátt kærleika síns, þegar hún frelsar Toll með því að gefa honum það, sem
minnst er um vert, „hreinleika minn og ást mína.“
Við hver einustu blæbrigði fyllti Anna Borg út í hlutverkið, svo að þessari
ungu og óreyndu listakonu tókst með innri orku og göfgi snilldar sinnar að lyfta
sér til flugs þá þegar, — í fyrsta sinn sem mótleikari Poul Reumert, sem þá var
orðinn jöfurinn í dönsku leikhúsi, listamaður, sem gat allt og fyllti sviðið geislun
karlmennsku sinnar og kunnáttu snillingsins. Sumarið 1929 hittust þau Poul
Reumert og Anna Borg í fyrsta sinn á íslandi, þar sem þau léku „Gálgamann-
inn“ ennþá níu sinnum í Reykjavík og á ísafirði. Þó undarlegt megi virðast,
fékk nú leikrit Schildts að hvíla sig nokkur ár. Árið 1931 léku þau „Gálga-
manninn" eitt kvöld í Þórshöfn á leið heim frá íslandi. Sumarið eftir, — í ágúst
1932, voru þau gefin saman í hjónaband í Reykjavík, eftir að þau höfðu leikið
„Gálgamanninn" nokkur kvöld í Iðnó og á ísafirði. Það var fyrst 1936, að þetta
finnska leikrit var aftur auglýst með þeim í Danmörku, þegar þau léku gestaleik
í Árósum, og loks tólf árum eftir frumsýningu, var „Gálgamaðurinn" enn á ný
tekinn á leikritaskrá Konunglega leikhússins, þar sem hann varð glæsisýning um
árabil. Víða hafa þau Poul Reumert og Anna Borg vakið athygli með samleik
sínum í „Gálgamanninum", er jafnvel löngu síðar knúði Frakka, sem ekki skildu
orðin, til að hlusta með áhuga og hrifningu. Utvarpsleikhúsið setti „Gálga-
manninn“ á leikskrá sína, þegar er það komst á laggirnar, og að lokum sendi
Tono frá sér hljómplötu í flokki sínum „Frá Konunglega leikhúsinu", sem
geymir með miklum ágætum áhrifin af þessum fyrsta þýðingarmikla samleik
milli Onnu Borg og Poul Reumert.
Á öðru leikári Önnu Borg stóðu þau einnig saman á sviði Konunglega
leikhússins, þó að það væru að því er hana snerti aðeins smáhlutverk í upp-
hafi. Flún lék ungfrú Krohn í sorgarleik Carls Gandrup um P. A. Heiberg,
„Húsi háðfuglsins", og eitt kvöld Guðrúnu í „Hákoni jarli“ eftir Oehlen-
schláger. Þó að hlutverkið gæfi henni ekki milda möguleika, var Adarn Oehlen-
schláger frá fyrsta ári hennar í Danmörku til hins síðasta sá leikritahöfundur
danskur, sem henni var jafnan hugstæðastur, og á afmæli lnms 1929 fékk Anna
Borg viðfangsefnið, sem birti svo ekki varð um villzt, hversu mikilhæfa leikkonu
leikhúsið hafði eignazt, þar sem hún var. Á þeim árum var ennþá reynt að
halda við erfðavenjum með afmælissýningu til heiðurs þessu mikla, rómantíska
skáldi, en það var sífellt erfiðara að ráða við stíl hans eftir því sem árin liðu.
Meðal þeirra særnda, sem Önnu Borg voru sýndar með fyllsta rétti, þegar
frá leið — frá íslandi og Svíþjóð, frá Danmörku og Finnlandi — ber einkurn