Andvari - 01.06.1964, Síða 14
12
SVEND KBAGH-JACOBSEN
ANDVARI
að nefna sjóðinn, sem kenndur er við Kirstein Rothe, þar sem segir við úthlutun
verðlaunanna, eftir tíu ára óslitin störf í þágu listarinnar á leiksviði Konung-
lega leikhússins, — „verður einkanlega lögð áherzla á eftirbreytnisverða með-
ferð danskrar tungu". Meiri heiður getur danska þjóðleikhúsið ekki sýnt leik-
konu, sem fædd er erlendis.
Hún lék Valborgu i „Axel og Valborgu“, og fyrir oss, sem þá vorum
ungir stúdentar, varð hún blátt áfram ímynd rómantískrar fegurðar, hreinleika
og titrandi ástar. 1 höndum Egils Rostrup varð sviðsetningin virðuleg, en mjög
raunsæ, sviðið einfalt, en ákaflega hrífandi, með stórum súlum Þrándheims-
dómkirkju og dirnrnt umhverfis þær. Fram úr myrkrinu gekk hér hin bjarta —
næstum geislandi bjarta — Valborg, svo hlý og ung og engri annarri lík í þrá
sinni, svo hrein og sterk í kærleika sínum, að þau leiftur af íslenzkum málblæ,
sem enn urðu greind í framsögn hennar, urðu aðeins til að auka á ljómann yfir
gullaldarmálinu, sem annars er ekki hin sterka hlið hjá dönsku æskufólki á leik-
sviðinu, jafnvel ekki hinu konunglega leiksviði. Þó hafði hún til allrar ham-
ingju við hlið sér annan ungan leikara, sem tileinkaði sér „gullaldarframsögn“.
Martin Hansen kom fram í fyrsta sinn í hlutverki Axels, og með önnur hlut-
verk fóru Eyvind Johan-Svendsen sem Vilhelm, Poul Reumert sem Erlendur
biskup og Thorkild Roose sem Knútur svartmunkur. En það er Anna Borg,
sem lifir í endurminningunni um sýninguna í þessu ungfrúargervi Oehlen-
schlágers, hin skáldlegasta, göfgasta og um leið hlýjasta og yndislegasta Valborg,
sem Konunglega leikhúsið hefur sýnt oss á þessari öld. Leiksigurinn festi
hana í sessi, en vorið varð róstusamt við Kóngsins Nýjatorg. Það var í þann tíð,
er kennslumálaráðherrann, Frederik Borgbjærg, leitaðist við að gerbreyta þjóð-
leikhúsinu með lögunum um tvö leiksvið og valdi Adam Poulsen fyrir leik-
hússtjóra, sem hafði örlagaríkar afleiðingar. Það fékk eftirköst fyrir starfsfólk,
viðfangsefni og alla stofnunina, sem hrjáðu Konunglega leikhúsið síðan um
mörg ár. I fararbroddi fyrir forystuliði leikaranna sagði Poul Reumert upp stöðu
sinni í mótmælaskyni við brigðmælgi ráðherrans og ögrandi framkomu nýja
leikhússtjórans. Þegar leikárinu lauk, fór Anna Borg til íslands á alþingishátíð-
ina og lék EIöllu í „Fjalla-Eyvindi“ í Reykjavík og var heiðruð með sérstakri
kveðjusýningu, áður en hún sneri aftur til Kaupmannahafnar.
Adarn Poulsen náði ekki að stjórna til loka fyrsta leikárs síns, veikindi
hömluðu og neyddu hann til að hverfa frá leikhúsinu. Þetta leikár byrjaði
hjá Önnu Borg með amerískum alþýðugamanleik, „Götunni" eftir Elmer Rice,
þar sem hún skildi ekki eftir nein varanleg spor í hlutverki stúlkunnar Rose
Maurrant. Aftur á móti var hún sú eina, sem bragur var að í Oehlenschláger-sýn-
ingunni, er afmæli skáldsins var hátíðlegt haldið 14. nóvember 1930. Til sýn-