Andvari - 01.06.1964, Page 16
14
SVEND KRAGH-JACOBSEN
ANDVARI
ingar hafði verið valinn einn af síðari harmleikjunum, „Væringjarnir í Mikla-
garði“, sem þá hafði legið í salti í mannsaldur. Adam Poulsen hafði sjálfur sett
leikinn á svið eftir gamalli siðvenju, og Harald Slott Möller hafði gert stórfeng-
legar og margbrotnar skreytingar. í sýningunni var hvergi reynt að gera hana
einfaldari — að láta orðin bera sýninguna uppi, eins og dr. Rostrup hafði
leitazt við í uppfærslu sinni á Oehlenschlager árið áður, sem var langtum
skýrari og meira hrífandi, þar sem Anna Borg hafði sýnt svo framúrskarandi
áhrifavald. Hlutverkaskipunin virtist á yfirborðinu sterk í „Væringjunum í
Miklagarði“, en var í rauninni sérlega ójöl'n, svo að tómahljóð varð í allri við-
höfninni með köflum. Gagmýnandi einn skrifar svo í leikdómi sínum, að Önnu
Borg hafi hér einni tekizt í gervi grísku stúlkunnar Maríu ,,að gæða hið tærða
hlutverk hennar fyllingu og yl af furðulegri auðlegð anda síns.“ Já, þar gerðist
það, að hún var sú eina, senr kom fram í anda Oehlenschlágers, enda þótt
miklir listamenn eins og Johannes Poulsen og Else Skouboe léku þar einnig.
Með sjálfri sér vissi Anna Borg, hvernig leika verður leikrit Oehlenschlágers
án þess að ganga langt í að gera þau nýtízkuleg, en líka án þess að halda við
innantómar venjur. Ennþá einu sinni voru það tilfinningarnar frá hinurn djúpu
innri lindum, sem spruttu frarn og gerðu henni mögulegt að standast þessa
óheppilegu uppfærslu. 1 hléinu fyrir næsta stóra viðfangsefnið var henni trúað
fyrir hlutverki ungfrú Henberg nokkurrar í ómerkilegum tízkuleik eftir Jens
Locher, „Um alla jörð“, en í næstsíðasta mánuði leikársins kom þrekraunin
mikla.
Eins og Anna Borg hafði sýnt skáldlegan sætleika og ungt sakleysi sitt í
hlutverki Valborgar, fékk hún nú tækifæri að sýna í leik sínurn örvilnun og
fylla persónu mikilli og taumlausri ástríðu. Það átti að sýna ,,Faust“ eftir Goethe.
Anna Borg fékk hlutverk Margrétar. Með leik sínum í þessu hlutverki sannaði
hún svo ekki varð um villzt, að þar sem hún var, hafði leikhúsið eignazt mikil-
hæfa unga leikkonu. Svend Gade hafði sett leikinn á svið, og Svend Methling,
Johannes Poulsen og Karen Poulsen (þá Thalbitzer) voru nánustu meðleikend-
ur. Þrátt fyrir allt varð það þó harmleikur Grétu, sem gengi þessarar sýningar
hvíldi á í leikhúsinu, en sýningarnar urðu 30 á rúmu ári, — frá 1. apríl 1931
til 7. apríl 1932, sem er rnjög há tala á hinni konunglegu sýningaskrá fyrir svo
skamman tírna. Það var sem Anna Borg flytti Ijós með sér inn á sviðið og
persónugerði hina saklausu, ungu stúlku gagnvart hinum ástfangna — og upp-
yngda — Faust, viðsjálum Mefistofeles og Mörtu, dónalegri pútnamóður, en
leikkonan unga hreif oss ekki aðeins með hreinleika Grétu í upphafinu, heldur
breytileik hlutverksins, er á leið. Vér fylgdumst með, hvernig harmleikurinn óx
með henni í einstökum lögrum atriðum, úr skáldlegri byrjun yfir í óróleikann,