Andvari - 01.06.1964, Side 17
ANDVARI
ANNA BORG
15
sem nýkveiktar ástríður vöktu strax í atriðinu við rokkinn, gegnurn hina yndis-
legu örlagaundirgefni í bæninni til Maríu meyjar, unz persónan að lokum leysti
ur böndurn voldugt skap þessarar ungu listakonu og persónuleika hennar með
uggvænlegum tryllingi í sturlunarþættinum í fangelsinu og dauða Grétu. Þessa
persónu vantaði ekkert. Heildarmyndin blasti við okkur, þar sem við sátum i
leikhúsinu, skelfd, gagntekin og endurleyst við að sjá þessa ungu, en óskiljan-
lega kunnáttusömu listakonu lifa sig inn i pessa ungu kvenveru, sjálfsagt fræg-
asta harmsöguhlutverk heimsbókmenntanna. Sigurinn var jafn mikill og hann
var augljós.
1 upphafi gagnrýni sinnar um Faust skrifar Svend Borberg: ,,... Og ein
einstök rnynd stendur okkur óafmáanlega fyrir hugskotssjónum krýnd fagurri
þökk: Það er Margrét Önnu Borg.“ Og seinna heldur hann þannig áfram: ,,Hin
mikla, ógleymanlega upplifun kvöldsins varð Margrét ungfrú Önnu Borg. Hún
léði skáldskap Goethe mál með ósegjanlegum ágætum og einfaldleika. Hún
trúir. Hér er einn, sem ennþá trúir mitt í öllum efasemdum og vanaviðjum. Er
það ekki fagnaðarboðskapur? An þess að nokkuð bæri á einræmi, en með dýpsía
innileika, túlkaði hún fræg eintöl hinnar hreinu og einföldu Margrétar, — við
rokkinn, við brunninn, í kirkjunni, hjá Maríulíkneskjunni og síðast í sturlun-
inni sýndi hún svo margbreytilegar tjáningar, að slíkt er aðeins gefið fullþrosk-
aðri listakonu. Penninn neitar að lýsa þessu á öðru máli en Ijóðsins sjálfs, og
engin ljóð fá spannað það jafnfullkomlega og þau, sem hún sjálf gaf líf, af því
að hún og þau voru eitt. í elli okkar munurn við, sem lifðum leik hennar, ennþá
tala um hann, og þar sem einkum fyrri hluti harmleiksins er tileinkaður Mar-
grétu, þá var uppfærsla hans þess vegna mikils virði.“
Anna Borg hafði engu glatað af sakleysi sínu, það sýndi hún aðeins rnánuði
síðar sem Hero í leikriti Shakespeares, „Umstang út af engu“. Hlutverkið
er erfitt og vanþakklátt, því að leikurinn slitnar í miðju, en Anna Borg veitti því
líf og yl, eins og hún gerði seinna í annarri persónu hjá Shakespeare, sem
líktist Hero, ísabellu hinni ógæfusömu í ,,Líku líkt“, þegar hún réðst til
Dagmarleikhússins 1934 til dvalar nokkur leikár.
Með þrístirninu — Maríu — Valborgu — Grétu hafði Anna Borg unnið
sér sess í dönsku leikhúsi. Hún var nú í surnra augum túlkandi skáldlegra,
hreinna og beinna, saklausra ungra kvenna, en í þessum hlutverkum hafði hún
ennfremur sýnt, hversu margvíslega er hægt að móta þessa eiginleika á sviðinu,
— allt frá tillitslausri undirgefni þjónustustúlkunnar við elskhuga sinn yfir í
hrífandi stillingu rómantískrar ástmeyjar og til þess, er svikin kona sleppir sér;
Það er auðlegð í meðferð Önnu Borg í listgrein sinni. í endurminningum sín-
um stynur hún að vísu dálítið undan því, að nú voru henni ætluð ,,þessi blíðu,